Fréttablaðinu var boðið að taka þátt í hringborðsumræðum með Robert Burke, flotaforingja í sjóher Bandaríkjanna í Evrópu. Boðið barst á mánudag en fundurinn hófst klukkan þrjú í dag.
Rúmum klukkutíma áður en hringborðsumræðurnar áttu að hefjast bárust skilaboð frá sendiráðinu til ritstjórnar blaðsins, þess efnis að nærveru Fréttablaðsins væri ekki óskað. (e. Fréttablaðið's participation is turned off).
Staðfesti að smit hefði komið upp
Bandaríska sendiráðið birti í nótt Facebook og Twitter færslur þar sem Fréttablaðið var sakað um „falsfréttaflutning“ vegna fréttar af smiti starfsmanns í sendiráðinu og flutningum sem fram fara um helgina.
Þrátt fyrir að Sendiráðið saki Fréttablaðið um falsfréttaflutning staðfesti það í sömu færslum á samfélagsmiðlum, að starfsmaður sendiráðsins hefði smitast af Covid-19. líkt og fram kom í frétt blaðsins.
„Löngu eftir vígslu kom upp eitt tilfelli vegna smits í íslenskum skóla,“ segir í færslunni. Vígslan fór fram þriðjudaginn í síðustu viku, þann 20.október. Fréttablaðið greindi frá því að smit hefði komið upp í sendiráðinu í síðustu viku.
Segir í færslunni að ömurlegt sé að „Fals-Fréttablaðið“ sé svo ófagmannlegt og sýni virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi.“ Að lokum er fullyrt að bandaríska sendiráðið hafi alltaf verið og sé öruggasta athvarfið frá COVID-19 í Reykjavík.
America succeeded with the #NewUSEmbassy dedicated with Zero COVID-19 ever. Long after dedication, a single employee case was caught from an Icelandic school. Sad that Fake News @frettabladid_is using COVID for politics. Proud @usembreykjavik has always been one of the SAFEST!
— U.S. Embassy Iceland (@usembreykjavik) October 30, 2020