Dreifing Fréttablaðsins á fjölförnum stöðum gengur vel eftir að breyting var gerð á tilhögun dreifingarinnar. Nú má nálgast blaðið á yfir 150 stöðum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu.
Nýjasta viðbótin er Smáralind þar sem þúsundir eiga leið um daglega. Blaðið var þegar í Kringlunni.
„Dreifingin gengur framar vonum og er alltaf að styrkjast. Við finnum fyrir miklum áhuga og velvilja hjá fólki," segir Jón Þórisson, forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Nú fara tæplega þrjátíu þúsund eintök í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem 10 þúsund eintökum er dreift á landsbyggðinni. Um helgar er enn fleiri eintökum dreift. Stefnt er að því að auka við dreifinguna jafnt og þétt.