Bilun varð í prent­smiðju Frétta­blaðsins á að­fara­nótt þriðju­dags með þeim af­leiðingum að ekki tókst að prenta Frétta­blaðið í dag.

Fram­leiðandi vélarinnar og sér­fræðingar á vegum fyrir­tækisins vinna nú að því að laga prent­vélina.

Blaðið var kynnt með ein­blöðungi sem var borinn í hús og lesa má blaðið í heild sinni í pdf út­gáfu á vefnum.

Rit­stjórn Frétta­blaðsins biðst inni­legrar vel­virðingar á þessu.