Innlent

Frestur vegna fundarlauna framlengdur

Frestur til þess að veita ábendingar um sex hundruð tölvur, sem stolið var úr þremur gagnaverum í Reykjanesbæ fyrr á þessu ári, hefur verið framlengdur.

Tölvurnar sex hundruð, sem stolið var úr þremur gagnaverum í Reykjanesbæ fyrr á þessu ári, eru enn ófundnar. Eigendur búnaðarins heita áfram 6. milljónum íslenskra króna í fundarlaun til þess sem getur veit áreiðanlegar upplýsingar um það hvar búnaðinn er að finna. 

Gætt verður fyllsta trúnaðar

Frestur til að koma ábendingum um búnaðinn rann út þann 12. apríl síðastliðinn, en hefur nú verið framlengdir um tvær vikur, eða til 2. maí 2018. 

Fundarlaunin verða greidd til þess sem lögreglyfirvöld staðfesta að hafi fyrstur komið á framfæri ábendingu um hvar búnaðinn er að finna. Gætt verður fyllsta trúnaðar við þá sem veita lögreglu upplýsingar um málið.
Lögfræðistofa sem fer með málið fyrir hönd eigenda búnaðarins sér um að annast greiðslu fundarlauna.

Fylgjast með raforkunotkun

Um er að ræða eitt stærsta þjófnaðarmál sem upp hefur komið hér á landi. Samanlagt verð þýfisins er talið nema í kringum 200 milljónum króna. Lögregla hefur fylgst vel með raforkunotkun um land allt enda er raforkuþörf búnaðarins mikil. 

Málið er rannsakað eins og um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða.

Þeir sem búa yfir upplýsingum um málið eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma: 8320253

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Frestur vegna fundarlauna rennur út í næstu viku

Innlent

Inn­brot rann­sökuð sem skipu­lögð brota­starf­semi

Lögreglumál

Um­fangs­mikil rann­sókn vegna þriggja inn­brota í gagna­ver

Auglýsing

Nýjast

Ekki langt í að fjöldi starfa verði úreltur

Lét greipar sópa í frí­höfninni: Með átta ilm­vatns­glös í töskunni

Vara við hríð og slæmri færð

Jensína orðin elst allra

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Þúsundir fylgdust með jarðarför borgarstjórans

Auglýsing