Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur fengið frest til 10. febrúar til að svara fyrirspurn umboðsmanns alþingis um rafvopnavæðingu lögreglunnar. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Í lok síðasta árs undirritaði Jón reglubreytingu sem gefur lögreglumönnum heimild til að bera rafvopn. Reglugerðin var þó ekki rædd á ríkisstjórnarfundi fyrr en hálfum mánuði síðar. 

Umboðsmaður Alþingis sendi dómsmálaráðherra bréf 23. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum og skýringum um hvernig staðið var að ákvörðuninni um rafvopnavæðinguna.

Í bréfi umboðsmanns voru fyrir ráðherra lagðar fjórar spurningar og honum bent á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands skuli halda ríkisstjórnar­fundi um mikilvæg stjórnarmálefni.