Fundur sem Búnaðar­sam­band Húna­þings og Stranda ætlaði að standa fyrir í Víði­hlíð í gær­kvöldi um eftir­mál ó­veðursins sem gerði um miðjan desember sl. var frestað. Á­stæðan var ein­föld, ó­veðurs­fundinum var slegið á frest vegna slæmrar veður­spár.


Á fundinum stóð til að Einar Kristján Jóns­son, for­maður Al­manna­varnar­nefndar Húna­vatns­sýslna, færi yfir við­brögð al­manna­varna og það sem að hans mati þyrfti að bæta úr. Sr. Magnús Magnús­son for­maður sam­ráðs­hóps um á­falla­hjálp í Húna­vatns­sýslum ætlaði að fara yfir vinnu og við­brögð sam­ráðs­hópsins við af­leiðingum ó­veðursins.

Mikið tjón varð á svæðinu og átti að leggja til að ríkis­stjórnin myndi veita fjár­magn til þess að greiða bætur vegna þess um­fangs­mikla tjóns sem varð á svæðinu, m.a. vegna hrossa sem fórust og af­urða­taps hjá kúa­bændum. Voru allir í­búar hvattir til að mæta, sýna sam­stöðu og leggja sitt af mörkum til að bæta al­manna­varnir á svæðinu. Í stað þess að mæta á fundinn voru í­búar hvattir til að fjár­festa í festingum fyrir sorp­tunnur vegna stormsins sem gekk yfir landið í dag.