Bridgesamband Íslands hefur ákveðið að fresta deildakeppni sambandsins, einum af stærstu ársviðburðum bridsara sem átti að fara fram nú um helgina vegna covid-faraldursins.

„Að teknu tilliti til stöðunnar í þjóðfélaginu þá hefur verið ákveðið að fresta deildakeppninni sem átti að vera um helgina um óákveðinn tíma. Úrslit í deildkeppninni 1. deild fara því ekki fram um né heldur keppni í 2. Deild,“ segir í tilkynningu frá sambandinu.

Nokkrar umræður hafa orðið meðal keppnismanna í bridge um ákvörðun Bridgesambandsins og eru skoðanir nokkuð skiptar í þeim hópi þótt flestir styðji ákvörðunina.

Ríkislögreglustjóri ákvað að ganga fram með góðu fordæmi um síðustu helgi og frestaði árshátíð.

Fjölmennt samkvæmi í Garðabæ leiddi til meira en hundrað smita um sömu helgi.