Skýrsla Ríkis­endur­skoðunar um sölu á hlut ríkisins í Ís­lands­banka verður ekki til­búin fyrr en í fyrri hluta ágúst­mánaðar. Þetta kemur fram í svari við fyrir­spurn Kjarnans um málið.

Síðast­liðinn mars seldi ríkið hlut sinn í Ís­lands­banka fyrir 52,65 milljarða. 207 fjár­festar keyptu hlut í út­boðinu sem var lokað.

Fyrst um sinn átti skýrslan að birtast í lok júní­mánaðar en því var síðan frestað til lok júlí­mánaðar, þetta er því í annað skiptið sem skýrslunni er frestað.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, óskaði eftir skýrslu frá Ríkis­endur­skoðun þar sem málið var skoðað. Þann 7. apríl óskaði Bjarni form­lega eftir því, daginn eftir á­kjvað Ríkis­endur­skoðun að verða við beiðninni.

Katrín Jakobs­dóttir hefur greint frá því að hún hyggist kalla saman þing þegar skýrslan verður loksins birt. Þing­fundum var frestað 16. júní síðast­liðinn alveg til 13. septem­ber, það var gert fyrir sumar­frí þing­manna.

Birgir Ár­manns­son, for­seti Al­þingis, greindi þing­mönnum frá því að þeir gætu verið búnir við það að Al­þingi yrði kallað saman þegar Ríkis­endur­skoðun birtir skýrsluna.