„Við á­kváð­um að frest­a, því við vit­um ekki hvern­ig þing­flokk­ur­inn lít­ur út eða hverj­ir eru í hon­um. Þett­a er ó­mög­u­leg stað­a og leið­in­legt að þurf­a að stand­a í þess­u,“ seg­ir Hall­dór­a Mog­en­sen þing­flokks­for­mað­ur Pír­at­a um stöð­un­a sem uppi er.

Nýir þing­flokk­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Pír­at­a höfð­u boð­að þing­flokks­fund­i klukk­an eitt í dag en á­kváð­u að frest­a þeim vegn­a ó­viss­unn­ar sem uppi er um stöð­u jöfn­un­ar­þing­mann­a. Landskjörstjórn fundar núna og mun tilkynna eftir fundinn

Niðurstaðan verði að kos­ið verði aft­ur

Logi Ein­ars­son, for­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir fund­i Sam­fylk­ing­ar­inn­ar einn­ig sleg­ið á frest vegn­a stöð­unn­ar þeg­ar kem­ur að end­ur­taln­ing­u at­kvæð­a.

„Þett­a er á­kveð­ið grund­vall­ar­af­stað­a sem að flokk­arn­ir þurf­a að taka,“ seg­ir Logi.

Hann seg­ir að það eigi ekki að gefa neinn af­slátt af fram­gang­i kosn­ing­a og furð­ar sig á orð­um formanns yf­ir­kjör­stjórn­ar í Norð­vest­ur­kjör­dæm­i um að hann hafi ekki far­ið eft­ir lög­um, held­ur „hefð“.

„Kosn­ing­a­lög­in eru þann­ig að þau eru bein­lín­is mjög tak­mark­and­i varð­and­i eitt­hvað svig­rúm. Það er bein­lín­is tal­að um hvern­ig hlut­irn­ir eiga að vera og allt tal­ið upp sem hlýt­ur að þýða að það verð­i að fara eft­ir bók­stafn­um,“ seg­ir Logi og bæt­ir við:

„Ég held að nið­ur­stað­an verð­i að vera sú að það verð­i kos­ið aft­ur þarn­a. Það hef­ur sína ó­kost­i en er kannsk­i það eina rétt. En það er ekki hægt að sópa þess­a und­ir tepp­ið og segj­a að við lög­um þett­a næst.“

Þórunn er komin aftur á þing eftir tíu ára hlé.
Fréttablaðið/Valli

Kom­in aft­ur eft­ir tíu ára hlé

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir kom í þing­hús­ið um hálf eitt leyt­ið en hún kem­ur nú aft­ur til þing­starf­a eft­ir tíu ára hlé:

„Þett­a er ný byrj­un og nýtt upp­haf,“ seg­ir Þór­unn.

Hún seg­ir að það séu all­ir að hugs­a um næst­u skref núna og að fólk sjái ým­is­legt fyr­ir sér en fyrst verð­i að at­hug­a hvort að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír kom­ist að ein­hverr­i nið­ur­stöð­u.

„Við erum að fara að hitt­ast í fyrst­a sinn og fara yfir stöð­un­a,“ seg­ir Þór­unn.

Hún seg­ir að eitt og ann­að varð­and­i kosn­ing­arn­ar sé í upp­nám­i, eins og taln­ing at­kvæð­a.

Ég er að segj­a að við þurf­um kannsk­i að horf­ast í augu við það að við erum ekki best í öllu

„Það er búið að fær­ast á mill­i Reykj­a­vík­ur­kjör­dæm­ann­a eitt sæti þann­ig þett­a hef­ur ver­u­leg á­hrif og er með hrein­um ó­lík­ind­um að þett­a ger­ist,“ seg­ir Þór­unn.

Hún seg­ir mik­il­vægt að far­ið sé að öll­um regl­um og seg­ir mög­u­leg­a vera til­efn­i til að þiggj­a ráð­legg­ing­ar utan að frá, eins og frá Örygg­is- og sam­vinn­u­stofn­un Evróp­u.

Að kall­a ein­hvern til núna?

„Nei, ég er ekki að segj­a það. Ég er að segj­a að við þurf­um kannsk­i að horf­ast í augu við það að við erum ekki best í öllu.“

Kosningavakan enn í gangi

Jóh­ann Páll Jóh­anns­son er inni sem þing­mað­ur eins og stað­an er núna, en er eðli máls­ins sam­kvæmt ó­ör­ugg­ur með sína stöð­u.

„Kosn­ing­a­vak­an stendur bara enn og við þurf­um að láta þett­a ráð­ast og spyrj­a að leiks­lok­um,“ seg­ir Jóh­ann Páll Jóh­anns­son, nýr þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ef taln­ing at­kvæð­a helst ó­breytt.

Jóhann Páll vill spyrja að leikslokum.
Fréttablaðið/Valli

Odd­vit­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar ráða ráð­um sín­um

Eins og Frétt­a­blað­ið greind­i frá í morg­un, munu for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­ann­a ráða ráð­um sín­um í dag. Þing­flokk­ur Vinstr­i grænn­a hélt sinn fyrst­a þing­flokks­fund í gær, en Sjálf­stæð­is­menn fund­uð­u í þing­hús­in­u fyr­ir há­deg­ið í dag. Fund­ur Fram­sókn­ar­mann­a verð­ur svo klukk­an fjög­ur í dag.