Fresta þarf rúm­lega sjö skurð­að­gerðum á dag í Orku­húsinu á meðan starfs­fólk fer til vinnu á Land­spítalanum. Dag­ný Jóns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Lækna­stöðvarinnar í Orku­húsinu, segir að þaðan hafi farið tveir hjúkrunar­fræðingar og einn svæfinga­læknir yfir á Land­spítalann. Munu þau starfa þar í tvær vikur hið minnsta.

Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra sagði í síðustu viku að starfs­fólki einka­aðila í heil­brigðis­þjónustu sé ætlað að manna vaktir á gjör­gæslu og létta á­lagi á starfs­fólki spítalans. Land­spítalinn er nú á hættu­stigi, en nú eru sex á gjör­gæslu vegna Co­vid-19.

Dag­ný Jóns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Lækna­stöðvarinnar í Orku­húsinu.
Mynd/Aðsend

Dag­ný segir að bið­listar muni eitt­hvað lengjast á meðan starfs­fólkið er á Land­spítalanum. „Við erum að færa til sjúk­linga sem áttu að­gerðir yfir á aðra tíma,“ segir hún.

„Núna er sumar­fríi að ljúka og þá erum við að gera að­gerðirnar sem liggur hvað mest á. Þetta er allt gert með góðum fyrir­vara þannig að raskið verði hvað minnst fyrir þá. En við erum að gera okkar til að hjálpa til, það verða allir að hjálpast að. Þetta sýnir bara hvernig við getum unnið saman.“