Nóttin var til­tölu­lega ró­leg í um­dæmi lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, en frá klukkan 17 síð­degis í gær til klukkan fimm í morgun voru 55 mál skráð hjá lög­reglu.

Að sögn lög­reglu var maður frelsis­sviptur, laminn og rændur í Kópa­vogi. Á­rásar­mannanna er leitað og er málið í rann­sókn. Frekari upp­lýsingar um málið koma ekki fram í skeyti sem lög­regla sendi frá sér í morguns­árið.

Þá fékk einn að gista fanga­klefa eftir að hafa verið hand­tekinn í mið­borginni. Maðurinn hafði brotist inn á hótel en engin starf­semi er á um­ræddu hóteli sem stendur.

Að lokum voru fjórir öku­menn stöðvaðir fyrir ölvunar- eða fíkni­efna­akstur.