Karl­maður á fer­tugs­aldri var í dag úr­skurðaður í gæslu­varð­haldi vegna gruns um að hafa nauðgað stúlku fjór­tán ára á höfuð­borgar­svæðinu liðna helgina. Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu sendi frá sér til­kynningu í dag þar sem greint var frá gæslu­varð­halds­úr­skurðinum.

Sam­kvæmt heimildum RÚV er maðurinn grunaður um að hafa svipt stúlkuna frelsi í þrjár klukku­stundir á meðan hann mun hafa brotið gegn henni í bif­reið sinni. Maðurinn er sagður hafa átt sam­skipti við stúlkuna í gegnum sam­fé­lags­miðla og gengið hart að henni um að hitta sig. Að sögn RÚV sótti maðurinn stúlkuna á laugardagskvöld á heimili þar sem hún var gestur og hélt henni fanginni í bílnum, þar sem hann er grunaður um að hafa nauðgað henni og beitt annars konar líkam­legu of­beldi.

Að sögn RÚV höfðu for­eldrar stúlkunnar sam­band við lög­reglu í­trekað er hún kom ekki heim á réttum tíma og báðu um að leitað yrði að henni.