Heil­brigðis­ráðu­neytið hefur undan­farið rætt mögu­leg kaup á Sput­nik V bólu­efninu gegn CO­VID-19 fyrir Ís­land en að því er kemur fram í svari heil­brigðis­ráðu­neytisins við fyrir­spurn Frétta­blaðsins hefur jafn­framt verið rætt um kaup í sam­starfi við ná­granna­þjóðir og eru frekari við­ræður fyrir­hugaðar. Við­ræður um kaup á bólu­efninu eru á frum­stigi.

„Þessar við­ræður hafa ekki á­hrif á þátt­töku Ís­lands í Evrópu­sam­starfi um bólu­efna­kaup, enda er bólu­efnið Spút­nik ekki meðal þeirra bólu­efna sem Evrópu­sam­bandið hefur hingað til gert samninga um kaup á fyrir þjóðirnar sem taka þátt í sam­starfinu,“ segir í svari ráðu­neytisins og segir þar enn fremur að markaðs­leyfi í Evrópu sé megin­for­senda þess að bólu­efnið sé tekið í notkun hér á landi.

Í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu

Rúna Hauks­dóttir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofnunar, greindi frá því í sam­tali við Frétta­blaðið í síðasta mánuði að engar for­sendur væru fyrir því að Ís­land gæti veitt bólu­efninu markaðs­leyfi á undan Evrópu. Ís­land sé ekki alltaf háð leyfi Evrópu en nauð­syn­legt sé að hafa rann­sóknar­stofu til þess að geta sann­reynt hverja lotu fyrir sig, eitt­hvað sem að­eins stærri lyfja­stofnanir geta gert.

Bólu­efnið kemur frá Rúss­landi en það er nú í á­fanga­mati hjá Lyfja­stofnun Evrópu og munu sér­fræðingar á vegum stofnunarinnar halda til Rúss­lands næst­komandi laugar­dag til þess að meta gögnin. Bráða­birgða­niður­stöður úr þriðja fasa prófunum, sem birtar voru í byrjun febrúar, benda til að virkni bólu­efnisins sé um 91,6 prósent.

Sput­nik V er þegar notað í ýmsum löndum utan Rúss­lands, meðal annars í Ung­verja­landi og Serbíu, og er sam­þykkt til notkunar í þeim löndum. Þýska­land hefur meðal annars hvatt Evrópu­sam­bandið til að semja um kaup á Sput­nik V í ljósi við­varandi skorts á bólu­efni gegn CO­VID-19 innan sam­bandsins.

Aukin framleiðslugeta

Lyfja­stofnun Evrópu hefur þegar veitt fjórum bólu­efnum markaðs­leyfi en þau bólu­efni eru frá Pfizer/BioN­Tech, Moderna, AstraZene­ca, og Jans­sen. Miklar fram­leiðsluta­fir hafa orðið á bólu­efni AstraZene­ca en gripið hefur verið til ráðstafana til að bregðast við því. Þá var greint frá því á dögunum að Pfizer myndi geta aukið fram­leiðslu­getu sína veru­lega á næstunni.

Stað­festar á­ætlanir frá fram­leið­endunum um af­hendingu bólu­efna til Ís­lands í apríl liggja nú fyrir en alls er von á tæp­lega 65.300 skömmtum frá fram­leið­endunum fjórum. Þá hefur Pfizer stað­fest af­hendinga­á­ætlun fram til júní en í heildina er gert ráð fyrir 117 þúsund skömmtum í maí og júní.

Þá mun fyrsta sending af bólu­efni Jans­sen koma til landsins í mánuðinum en gert er ráð fyrir 2400 skömmtum af bólu­efninu í fyrstu sendingu og 2400 skömmtum til við­bótar í seinni sendingu sem einnig kemur í apríl.

Hér fyrir neðan má nálgast upplýsingar um afhendingu bóluefna út aprílmánuð: