For­eldra­fé­lags Foss­vogs­skóla krefst þess að börnin sem þar sækja skóla þurfi ekki að gera það annars staðar en í hús­næði Foss­vogs­skóla á næsta ári.

„Frekari hreppa­flutningar koma ekki til greina,“ segir í kröfu­gerð sem að fé­lagið sendi frá sér í dag í kjöl­far fundar með borgar­stjóra í vikunni og full­trúum hans á þriðju­dag, 12. októ­ber.

Þar segir einnig að þau telji að það sé nauð­syn­legt að rífa mið­álmu skólans.

„Í húsinu er ill­við­ráðan­legur raka­vandi og byggingin er frá öllum hliðum séð úr­elt sem skóla­hús­næði.

Þá er þess krafist að starfs­mönnum um­hverfis- og skipu­lags­sviðs og ráð­gjafa frá Verkís verði skipt út.

For­eldra­fé­lagið segir að starfs­mennirnir hafi í­trekað brugðist börnunum síðustu þrjú ár og að full­komið van­traust ríki af hálfu for­eldra til starfs­mannanna.

Kallað er eftir því að um­hverfis- og skipu­lags­svið gangi ekki skemur í endur­bótum en ráð­leggingar

EFLU kalla eftir og að byggingar verði endur­hannaðar og endur­hugsaðar.

„For­eldrar hafa veru­legar, rök­studdar á­hyggjur af færni, sam­starfs­vilja og af­kasta­getu nú­verandi arki­tekts,“ segir í kröfu­gerð fé­lagsins og því bætt við að for­eldra vilji eiga full­trúa í skipu­lags- og fram­kvæmda­hópum verk­efnisins, að borgin veiti meiri að­stoð í skóla­starfið í formi fjár­fram­laga og mönnunar og að upp­lýsinga­gjöf sé efld til bæði for­eldra og starfs­manna.