Ríkis­lög­reglu­stjóri stefnir að því að halda blaða­manna­fundi þegar em­bættið telur sig geta veitt frekari upp­lýsingar um rann­sókn sína á saka­máli þar sem tveir eru grunaðir um að hafa ætlað að skipu­leggja hryðju­verk.

Næsti blaða­manna­fundur hefur verið boðaður á mið­viku­dag kl. 15:00. Lög­regla hyggst ekki veita upp­lýsingar um málið reglu­lega og svara fyrir­spurnum fjöl­miðla, heldur frekar halda slíka fundi oftar.

Gunnar Hörður Garðars­son, sam­skipta­stjóri ríkis­lög­reglu­stjóra, segir að em­bættið muni ekki festa niður neina ó­þarfa blaða­manna­fundi. „Við munum þó boða til þeirra þegar við teljum okkur geta veitt meiri upp­lýsingar um málið,“ segir Gunnar.

Lög­regla vinnur nú úr gífur­legu magni gagna vegna rann­sóknarinnar. Gunnar Hörður segist ekki geta svarað til um hversu mikið magn er um að ræða.

Síðasti blaða­manna­fundur lög­reglunnar um málið, og raunar sá fyrsti, fór fram síðast­liðinn fimmtu­dag. Þar greindu yfir­lög­reglu­þjónarnir Karl Steinar Vals­son, Grímur Gríms­son og Sveinn Ingi­berg Magnús­son frá því að fjórir hefðu verið hand­teknir vegna málsins.

Mennirnir sem hand­teknir voru sitja í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði en gæslu­varð­haldi yfir öðrum þeirra lýkur á mið­viku­dag að ó­breyttu. Áður hefur verið sagt frá því að mennirnir hafi haft árs­há­tíð lög­reglu og Al­þingi til skoðunar.