Af öllum greinum mat­væla­fram­leiðslu hér á landi gerði Mat­væla­stofnun oftast at­huga­semdir við ali­fugla­rækt á síðasta ári, en sjaldnast í svína­rækt.

Þetta kemur fram í árs­skýrslu stofnunarinnar sem birt var í gær. Í henni segir að við reglu­bundið eftir­lit með dýra­haldi hafi í rösk­lega þremur prósentum til­vika fundist al­var­leg frá­vik í ræktun á ali­fugli. Næst oftast voru al­var­leg frá­vik í fisk­eldi og naut­gripa­rækt.