Á­horf­endur í París fylgdust agn­dofa með því í gær er franskur ofur­hugi gekk á línu í 70 metra hæð sem strengd var á milli Eif­fel turnsins og Signu­fljót í París.

Hinn 27 ára gamli Nat­han Paulin fikraði sig ber­fættur á línunni sem teygði sig 600 metra leið á milli Eif­fel turnsins og Chaill­ot leik­húsinu. Paulin, sem var festur í öryggis­kaðal, stoppaði nokkrum sinnum á leiðinni og kastaði mæðinni, sitjandi eða liggjandi á reipinu.

„Það var ekki auð­velt að ganga 600 metra, ein­beittur, með allt sem var að gerast, pressuna … en það var samt dá­sam­legt,“ sagði hann eftir að hafa klárað af­rekið.

Hann sagði það hafa verið erfitt að fá til­skilin leyfi frá borgar­yfir­völdum fyrir at­riðinu og þá hafi einnig verið á­skorun að eiga við fjölda á­horf­enda sem söfnuðust saman til að fylgjast með.

Paulin, sem er hand­hafi nokkurra heims­meta, sagði að hvatinn að hinu fífl­djarfa at­riði hafi verið að gera eitt­hvað fal­legt fyrir al­menning og að koma með nýtt sjónar­horn á arf­leifð Frakk­land. At­riðið var fram­kvæmt á há­tíðis­degi þegar Frökkum er veittur að­gangur að söfnum og merkum stöðum sem vana­lega eru lokaðir al­menningi.

„Ég vildi láta arf­leifðina koma til lífsins,“ sagði hann.

Paulin hafði áður gengið yfir Signu­fljót á línu árið 2017.

Fjöldi fólks fylgdist með atriði Paulin.
Fréttablaðið/Getty