Frans páfi kaþólsku kirkjunnar gat ekki tára bundist er hann bað fyrir Úkraínumönnum á Spönsku tröppunum í Róm í dag.

„Ég vildi óska að í dag hefði ég getað sagt frá þakklæti Úkraínumanna fyrir að hafa fengið þann frið sem þeir hafa svo lengi beðið guð um,“ sagði Frans páfi.

„Í stað þess verð ég að halda áfram að biðja fyrir börnunum, fyrir feðrunum og mæðrunum og fyrir unga fólkinu í hinu hrjáða landi,“ sagði páfinn.