Citroen Oli er aðeins 1.000 kíló enda er notað mikið af léttari efnum, ásamt minni tæknibúnaði og aðeins 40 kWst rafhlöðu. Til að halda niðri framleiðslukostnaði er farin sú leið að margir hlutir í bílnum eru eins, til dæmis hjólbogarnir sem passa á öll fjögur horn bílsins. Felgurnar blanda saman áli og stáli til að ná fram enn meiri léttleika en áður. Framrúðan er slétt og því mun ódýrari í framleiðslu en hún setur sérstakan svip á bílinn og eykur aðeins loftmótstöðu bílsins.

Sætin eru þrívíddarprentuð og úr 80% færri hlutum en venjuleg sæti,

Hámarkshraði Citroen Oli er aðeins 110 km á klst og drægi hans um 400 km. Undirvagninn er STLA-undirvagninn frá Stellantis og aðeins tekur um 23 mínútur að hlaða bílinn upp í 80%. Til að auka notkunarmöguleika bílsins er hann með innstungu fyrir öflug raftæki ásamt festingum á þaki fyrir aukahluti og skúffu að aftan sem minnir á pallbíl.