Volvo kynnti í síðustu viku öryggisbúnaðinn Care Key sem staðalbúnað í öllum nýjum bílum frá árinu 2021, segir í fréttatilkynningu frá Brimborg. Eigendur Volvo geta til dæmis notað Care Key til að stilla hraðatakmörk fyrir sig, fjölskyldumeðlimi og aðra sem þeir lána bílinn sinn. Því getur fólk lánað bílana sína og verið öruggt með hversu hratt þeim er ekið. Útgáfan á Care Key nú er gerð til að fylgja eftir tilkynningu frá Volvo sem kom fyrr í þessum mánuðu um að setja hraðatakmörkun uppá 180 km/klst í alla nýja Volvo bíla frá árinu 2020 og senda með því skýr skilaboð um hættuna sem fylgir hraðakstri. Håkan Samuelsson forstjóri Colvo Cars segir að fyrirtækið vilji hefja samræður við bílaiðnaðinn varðandi það hvort bílaframleiðendur hafi rétt á eða jafnvel beri skylda til að innleiða tækni sem breytir hegðun ökumanna. Hraðatakmörkunin og Care Key eru bæði hluti af því frumkvæði og sýnir hvernig bílaframleiðendur geta tekið ábyrgð í að ná fram engum banaslysum í umferðinni með því að stuðla að betri hegðun ökumanna í umferðinni.

Myndavélar grípa inn í  

Volvo Cars setur myndavélar inni í bílana til að fylgjast með og grípa inn í ef ökumaður er undir áhrifum eða verður fyrir truflun. Fyrir utan hraðakstur sem fyrirtækið stefnir á að berjast gegn með því að setja hámarkshraða í bílana þá er akstur undir áhrifum og truflun aðrir tveir þættir sem hafa áhrif á umferðaröryggi. Saman þá gera þessir þrír þættir bilið sem Volvo Cars þarf að brúa til að uppfylla framtíðarsýn um engin dauðsföll og krefst því þess að skoða nánar mannlega þáttinn í vinnunni með öryggi. Til dæmis samkvæmt tölum frá NHTSA (National Highway Traffic Safety Administration) má rekja 30% allra dauðsfalla í umferðinni Bandaríkjunum til ökumanna undir áhrifum.

E.V.A. frumkvæðið

Þegar kona sest inn í bíl til að keyra, þá gerir hún ráð fyrir að vera örugg. Árið 2019 framleiða flestir bílaframleiðendur samt sem áður bíla út frá gögnum úr árekstrarprófunum sem framkvæmdar hafa verið á karlkyns árekstrarprófadúkkum. Þess vegna eru konur í meiri hættu á að slasast í umferðinni en karlmenn. En ekki í Volvo. Árekstrarannsóknarteymi Volvo Cars hefur tekið saman raungögn frá árinu 1970 til að skilja betur hvað gerist við árekstur. Það sem Volvo hefur tekið eftir er að jafn algengt er að sjá konur og karla í þessum gögnum. Niðurstaðan er sú að það er hægt að koma auga á hvaða meiðsli verða við mismunandi árekstra hjá körlum, konum og börnum. Þess vegna vill Volvo Cars að konur og karlar eigi að vega jafnþungt við árekstrarprófanir á bílum.

Niðurstöður 40 ára rannsókna

Með E.V.A. Frumkvæðinu vill Volvo Cars við deila þessum rannsóknarniðurstöðum síðustu 40 ára. Með því að leyfa öllum að hlaða niður gögnunum þá er vonin sú að allir bílar verði öruggari. Því hjá Volvo er fólk alltaf í fyrsta sæti. Í fyrsta sinn er Volvo Cars að deila öryggisþekkingu sinni með öllum í miðlægu stafrænu bókasafni og hvetur bílaiðnaðinn til að nýta sér með það að markmiði að gera umferðina öruggari. Þessi ákvörðun er í takt við stefnu fyrirtækisins að auka öryggi með að deila þekkingu sem getur bjargað mannslífum og er nú 60 ára afmæli þess sem getur hafa verið ein mikilvægasta uppfinning er varðar öryggi í bílaiðnaðinum, þriggja punkta öryggisbelti.

Kynntu þriggja punkta öryggisbelti

Árið 1959 kynnti Volvo Cars þriggja punkta öryggisbeltið sem áætlað er að hafi bjargað yfir milljón mannslífa um allan heim. Ekki bara í Volvo heldur í fjölda annarra bíla. Þökk sé að hafa deilt þeirri þekkingu til að tryggja umferðaröryggi. Til að fagna þessum tímamótum og leggja áherslu að það er þessi hefð að deila sem fer út fyrir skrásett leyfi og vörur, setur Volvo Cars nú í loftið E.V.A. verkefnið. Sumir eru minna öryggir í umferðinni en aðrir. Þess vegna er kominn tími til að deila yfir 40 ára rannsóknargögnum um árekstra, hvernig á að gera bíla öruggari fyrir alla. Ekki einungis hinn dæmigerða karlmann. Bílar eiga að vernda alla.