Verslun

Fram­sóknar­menn al­gjör­lega á móti sölu á­fengis

Yfirgnæfandi hluti Íslendinga, 73,7 prósent, er andvígur því að leyfa sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum. Stuðningsmenn Framsóknarflokks eru algjörlega á móti sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum, eða 96 prósent.

Nærri þrír af hverjum fjórum Íslendingum vilja ekki vín í matvöruverslanir.

Yfirgnæfandi hluti Íslendinga, 73,7 prósent, er andvígur því að leyfa sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum. Tæp 55 prósent eru andvíg sölu á léttu áfengi og bjór. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.

Í sömu könnun kemur fram að einungis 15,3 prósent eru hlynnt sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum en um 35,8 prósent sölu á léttu áfengi og bjór. Stuðningur við sölu á léttu áfengi hefur aukist milli kannana hjá MMR en í febrúar í fyrra sögðust 33 prósent styðja slíka breytingu.

Könnun MMR leiðir í ljós að andstaða við sölu á sterku áfengi í verslunum eykst með auknum aldri. Þannig kváðust 56 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára vera andvíg því, á meðan það hlutfall hjá fólki eldra 68 ára er 92 prósent.

Stuðningsmenn Framsóknarflokks eru algjörlega á móti sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum, eða 96 prósent. Andstaða var einnig yfirgnæfandi hjá stuðningsfólki Flokks fólksins, Vinstri grænna og Samfylkingar. Mestan stuðning við leyfi til sölu á sterku áfengi í verslunum er að finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar, Pírata og Sjálfstæðisflokks. Stuðningurinn fer þó hvergi yfir 40 prósent en er mestur hjá stuðningsmönnum Pírata, 38 prósent.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Verslun

Vilja milljarða endurgreiðslur frá ríkinu vegna tolla á búvörur

Verslun

Enn hástökk í freyðivínssölu

Verslun

Uppnám í Costco-hópnum vegna mikilla verðhækkana

Auglýsing

Nýjast

Bjarni Már: Vona að atlögum að mannorði mínu linni

Vinnu­staða­menning OR „betri en gengur og gerist“

Ás­laug Thelma vissi ekkert um úr­skurðinn

Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur þriggja bíla

Bein lýsing: Blaða­manna­fundur OR

Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt

Auglýsing