Framsóknarfólk styður Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, sem hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa setið fyrir á forsíðu tímarits klædd flegnum jakka.

Bylgja er hafin víða um Norðurlöndin á samfélagsmiðlum þar sem ungt stjórnmálafólk sýnir stuðning og deilir myndum af sér í flegnum fötum undir myllumerkinu #imwithsanna.

„Í Framsóknarflokkinum eru margar konur sem starfa á sviði stjórnmála og stefna á áframhaldandi starf innan þeirra. Útlit og klæðnaður kemur hæfni og getu einstaklinga ekki við,“ segir í tilkynningu frá Sambandi ungra Framsóknarmanna.

„Ungt Framsóknarfólk vill að öll geti starfað í öruggu umhverfi þar sem komið er fram við þau af virðingu óháð kyni og klæðnaði.“