„Dagurinn leggst bara mjög vel í mig. Það viðrar vel til breytinga í Reykja­vík í dag,“ segir Einar Þor­steins­son odd­viti Fram­sóknar­flokksins sem mætti á kjörstað með eiginkonu sinni Millu Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra og nýfæddum syni þeirra eftir hádegi í dag.

„Þetta há­tíðis­dagur og við finnum bara fyrir skýru á­kalli borgar­búa um að knýja fram breytingar í borginni,“ segir Einar og segir það gaman að sjá stuðninginn sem hann og flokkurinn fær í skoðunar­könnunum, þótt hann bindi ekki allar sínar vonir við þær.

„Borgar­búar líti svo á að það sé kominn tími til þess að menn vinni saman að þessum stóru á­skorunum á næsta kjör­tíma­bili. Fólkið horfir til þess að það sé trú­verðugur flokkur sem vill breytingar og getur unnið þvert á við hið pólitíska lit­róf í borginni,“ segir Einar.

Einar kvaðst vera glaður með kosningabaráttuna.
Fréttablaðið/Ernir

Ætlar þú að vaka og fylgjast með tölunum?

„Já ég ætla að vaka fram eftir og fylgjast með tölunum. Þetta byrjar á Euro­vision svo byrjar kosninga­vaka, þetta er tvennt er svona það sem mér þykir skemmti­legast af öllu að horfa á í sjón­varpinu,“ segir Einar og telur í kvöld verði mikil sigur­há­tið og fjör, sama hvernig fer.

„Við gleðjumst yfir því að hafa sett mark okkar á borgar­málin og að kosninga­bar­áttan var með já­kvæðan blæ,“ segir hann.

Einar og Milla eignuðust ný­verið son, verður hann með á kosninga­vökunni?

„Litli maðurinn fær nú að vera með svona í byrjun og svo ætlum við svona bara að sjá til. Þetta verður ekki löng kosninga­nótt hjá honum. en hann fær að vera með að­eins í byrjun,“ segir Einar.