Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi liggja nú fyrir. Enn er beðið eftir lokatölum úr Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi.

Framsóknarflokkurinn bætir verulega við sig fylgi frá síðustu kosningum og er stærsti flokkurinn í kjördæminu með tæplega 26 prósent atkvæða og þrjá þingmenn, Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir.

Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur og nær inn tveimur þingmönnum, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Haraldur Benediktsson eru kjörin fyrir flokkinn.

Eyj­ólf­ur Ármanns­son er nýr þingmaður fyr­ir Flokk fólks­ins og Bjarni Jónsson fyrir Vinstri græn.

Miðflokkurinn fékk tvo þingmenn kjörna í síðustu kosningum, flokkurinn nær engum þingmanni nú og detta þeir Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson af þingi.

Eins og staðan er nú er Guðmundur Gunnarsson jöfunarþingmaður fyrir Viðreisn.