Nokkrir tugir Framsóknarmanna funduðu með Einari Þorsteinssyni, oddvita flokksins, í Reykjavík í gærkvöldi. Fundarefnið var ósk oddvita Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um formlegar meirihlutaviðræður við Framsóknarflokkinn. Nú eru tíu dagar frá kosningum og formlegar viðræður um meirihlutasamstarf eru ekki hafnar, þótt óformlegar þreifingar hafi verið alla síðustu viku.

Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafa samtals tíu borgarfulltrúa og vantar tvo til að mynda meirihluta. Framsókn er með fjóra fulltrúa og meirihluti þessara flokka yrði því skipaður fjórtán fulltrúum.