Fram­­sóknar­­flokkurinn í Reykja­­vík hefur á­­kveðið að bjóða banda­lagi Sam­­fylkingar, Pírata og Við­reisnar til for­m­­legra við­ræðna um meiri­hluta.

Þetta kemur fram í til­­­kynningu. Boðað verður til blaða­manna­fundar í Grósku klukkan 11. Þar munu odd­vitar þessara fjögurra flokka svara spurningum blaða­manna. Slíkur meirihluti yrði með 13 af 23 borgarfulltrúum.

Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sóknar, fundaði með gras­rót flokksins í gær­kvöldi. Sagði hann í sam­tali við Frétta­blaðið að fundurinn hefði verið góður en ekkert hefði verið á­kveðið á fundinum.

Gras­rót flokksins hefur kallað eftir því að Einar muni gera kröfu um borgar­stjóra­stólinn í við­ræðunum. Sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann sæi ekki skyn­semina í því að setja fram slíka afar­kosti fyrir sam­starfi.

Odd­vitar Sam­­fylkingar, Pírata og Við­reisnar höfðu í fyrra­dag lýst á­huga á að hefja meiri­hluta­við­ræður við Fram­­sókn en flokkarnir þrír hafa gert með sér banda­lag um að halda saman í við­ræðum um myndun meiri­hluta.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði í samtali við Fréttablaðið 60 prósent kjósenda hafa kosið flokka sem styðja borgarlínu og samgöngusáttmála, Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins hefðu verið óskýrir í sínum svörum.

Fréttin hefur verið uppfærð.