Gæslu­varð­hald yfir karl­manni um þrí­tugt, sem grunaður er um að hafa hleypt skoti á Dubliners, var framlengt í Héraðs­dómi Reykja­víkur. Maðurinn mun vera í gæsluvarðhaldi til mið­viku­dagsins 22. mars.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá lög­reglu en maðurinn er grunaður um að hafa hleypt af skoti inni á Dubliners í mið­borg Reykja­víkur sl. sunnu­dags­kvöld. Hann var hand­tekinn daginn eftir og úr­skurðaður í gæslu­varð­hald til 17. mars, en varð­haldið hefur nú verið fram­lengt. Að sögn lögreglu miðar rann­sókn málsins vel.

Maðurinn var hand­­tekinn í húsi í mið­­borginni á mánu­­dags­­kvöldið. Hann er ein­­göngu vera til rann­­sóknar fyrir skotið á Dubliner, að sögn Grími Gríms­syni hjá mið­lægri rann­sóknar­deild.

Maðurinn veitti enga mót­­spyrnu þegar hann var hand­­tekinn af sér­­­sveit ríkis­lög­­reglu­­stjóra.