Gæsluvarðhald yfir karlmanni um þrítugt, sem grunaður er um að hafa hleypt skoti á Dubliners, var framlengt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn mun vera í gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 22. mars.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglu en maðurinn er grunaður um að hafa hleypt af skoti inni á Dubliners í miðborg Reykjavíkur sl. sunnudagskvöld. Hann var handtekinn daginn eftir og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. mars, en varðhaldið hefur nú verið framlengt. Að sögn lögreglu miðar rannsókn málsins vel.
Maðurinn var handtekinn í húsi í miðborginni á mánudagskvöldið. Hann er eingöngu vera til rannsóknar fyrir skotið á Dubliner, að sögn Grími Grímssyni hjá miðlægri rannsóknardeild.
Maðurinn veitti enga mótspyrnu þegar hann var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra.