Fram­kvæmda­stjórn Evrópu­sam­bandsins styður stöðu Úkraínu sem um­sóknar­aðili að Evrópu­sam­bandinu. Þetta til­kynnti Ur­sula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB. Þá mæla þau með því að Úkraína og Mol­dóva verði til­nefnd sem um­sækj­endur um aðild. The Guar­dian greinir frá þessu.

„Þetta er auð­vitað með þeim skilningi að landið muni fram­kvæma ýmsar frekari úr­bætur. Að mati fram­kvæmda­stjórnarinnar hefur Úkraína greini­lega sýnt fram á von og á­setning landsins til að standast evrópska staðla,“ sagði von der Leyen á fundi í Brussel í dag.

Vlodí­mír Selenskíj, for­seti Úkraínu, tók vel í yfir­lýsinguna frá fram­kvæmda­stjórninni. Hann sagði hana vera fyrsta skref Úkraínu að inn­göngu í ESB og að inn­ganga myndi færa þeim nær sigri í stríðinu við Rúss­land.

Selenskíj sagði á­kvörðun fram­kvæmda­stjórnarinnar vera sögu­leg á­kvörðun. Hann sagðist vera þakk­látur von der Leyen fyrir orðin.

Leið­togar ríkja sem eiga aðild að ESB, 27 talsins, munu ræða saman í næstu viku um með­mæli fram­kvæmda­stjórnarinnar með inn­göngu Úkraínu.

Maia Sandu, forseti Moldóvu, tók einnig vel á móti ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar.