Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins styður stöðu Úkraínu sem umsóknaraðili að Evrópusambandinu. Þetta tilkynnti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Þá mæla þau með því að Úkraína og Moldóva verði tilnefnd sem umsækjendur um aðild. The Guardian greinir frá þessu.
„Þetta er auðvitað með þeim skilningi að landið muni framkvæma ýmsar frekari úrbætur. Að mati framkvæmdastjórnarinnar hefur Úkraína greinilega sýnt fram á von og ásetning landsins til að standast evrópska staðla,“ sagði von der Leyen á fundi í Brussel í dag.
Vlodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, tók vel í yfirlýsinguna frá framkvæmdastjórninni. Hann sagði hana vera fyrsta skref Úkraínu að inngöngu í ESB og að innganga myndi færa þeim nær sigri í stríðinu við Rússland.
Selenskíj sagði ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar vera söguleg ákvörðun. Hann sagðist vera þakklátur von der Leyen fyrir orðin.
Leiðtogar ríkja sem eiga aðild að ESB, 27 talsins, munu ræða saman í næstu viku um meðmæli framkvæmdastjórnarinnar með inngöngu Úkraínu.
I commend the positive @EU_Commission Conclusion on 🇺🇦’s candidate status. It’s the 1st step on the EU membership path that’ll certainly bring our Victory closer. Grateful to @vonderleyen & each EC member for a historic decision. I expect the positive result from #EUCO next week.
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 17, 2022
Maia Sandu, forseti Moldóvu, tók einnig vel á móti ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar.
Strong signal of support for #Moldova & our citizens! @EU_Commission has recommended granting🇲🇩 the 🇪🇺candidate status on the understanding that additional efforts will be taken to advance on reforms already started. We’re committed to working hard &count on @EUCouncil’s support.
— Maia Sandu (@sandumaiamd) June 17, 2022