Framkvæmdarstjórn SÁÁ sendi frá sér stutta tilkynningu í kvöld þar sem stjórnin fordæmir hegðun fyrrum formanns samtakanna, Einar Hermannsson.

Einar lét af störfum í gær, stuttu áður en Stundin greindi frá því að hann hefði keypt vændi af konu sem er í dag skjólstæðingur SÁÁ.

Í yfirlýsingunni kemur fram að stjórnin standi með þolendum.

Í yfirlýsingu framkvæmdarstjórnar SÁÁ kemur fram að það verði ráðist í gagngera skoðun, nauðsynlegar umbætur á þeirra starfi og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga þeirra.

Að lokum var tilkynnt að nýr formaður yrði kosinn næsta föstudag en yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.