Nýr kjara­samningur Fé­lags fram­halds­skóla­kennara og Fé­lags stjórn­enda í fram­halds­skólum hefur verið sam­þykktur í alls­herjar­at­kvæða­greiðslu. Frá þessu er greint í til­kynningu frá Kennara­sam­bandinu. Gildis­tími hins nýja samnings er frá 1. janúar 2021 til 31. mars 2023.

Þar segir að skrifað var undir kjara­samninginn í húsa­kynnum ríkis­sátta­semjara 31. mars síðast­liðinn. At­kvæða­greiðsla hófst á há­degi síðast­liðinn föstu­dag og lauk á há­degi í dag.

Úr­slit at­kvæða­greiðslunnar eru svo­hljóðandi:

Á kjör­skrá voru alls 1.498

At­kvæði greiddu 875 eða 58,41%

Já sögðu 612 eða 69,94%

Nei sögðu 232 eða 26,51%

Auðir voru 31 eða 3,54%