Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, skipar fyrsta sæti framboðslista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Viðreisn hefur nú birt framboðslista sinn í NA-kjördæmi fyrir alþingiskosningar sem fara fram þann 25. september næstkomandi.
Í öðru sæti er Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi. Ingvar Þóroddsson, nemi í rafmagnsverkfræði og hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, skipar þriðja sæti listans og Draumey Ósk Ómarsdóttir, íslenskunemi við Háskóla Íslands er í fjórða sæti.
„Ég hlakka virkilega til baráttunnar fram undan með þessum öfluga hópi. Við brennum öll fyrir kjördæmið, íbúa þess og málefni. Sjálfur hef ég búið og starfað í kjördæminu í þrjátíu ár og þar af verið bæjarstjóri í sextán ár, bæði á Norður- og Austurlandi,“ segir Eiríkur Björn.
Notast er við fléttulista á framboðslistum Viðreisnar, þar sem hver frambjóðandi má ekki vera af sama kyni og sá sem skipar sætið á undan.
Hér fyrir neðan má sjá lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi:
- Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrv. bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði. Garðabær.
- Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi. Akureyri.
- Ingvar Þóroddsson, nemi í rafmagnsverkfræði og hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands. Akureyri.
- Draumey Ósk Ómarsdóttir, íslenskunemi við Háskóla Íslands. Reyðarfjörður.
- Jens Hilmarsson, lögreglumaður. Egilsstaðir.
- Margrét Laxdal, framhaldsskólakennari. Dalvík.
- Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Austurhlíðar. Akureyri.
- Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, sölustjóri. Akureyri.
- Kristján Gunnar Óskarsson, barnasálfræðingur. Húsavík.
- Lilja Björnsdóttir, leigubílstjóri og sjúkraliðanemi. Egilsstaðir.
- Erlingur Arason, félagsliði og tónlistarmaður. Akureyri.
- Dušanka Kotaraš, matráður. Akureyri.
- Steingrímur Karlsson, kvikmyndagerðarmaður og ferðaþjónustufrumkvöðull. Egilsstaðir.
- Bryndís Arnardóttir, listgreinakennari og listamaður. Akureyri.
- Sveinn Halldór Oddsson Zoega, tölvunarfræðingur. Neskaupstaður.
- Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar HA. Akureyri.
- Valtýr Hreiðarsson, viðskipta- og rekstrarhagfræðingur. Svalbarðseyri.
- Gréta Sóley Arngrímsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur. Egilsstaðir.
- Hólmar E. Svansson, framkvæmdastjóri HA. Akureyri.
- Guðný Björg Hauksdóttir, mannauðsstjóri. Reyðarfjörður.