Fram­boðs­listi Mið­flokksins í Reykja­víkur­kjör­dæmi norður var sam­þykktur á fé­lags­fundi í kvöld með 77% at­kvæða fundar­gesta. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Mið­flokknum.

Fyrstu sæti skipa:

  1. Vil­borg Þóranna Kristjáns­dóttir, lög­fræðingur og sátta­miðlari
  2. Tómas Ellert Tómas­son, verk­fræðingur
  3. Erna Vals­dóttir, fast­eigna­sali
  4. Þórarinn Jóhann Kristjáns­son, tölvunar­fræðingur og kennari
  5. Ásta Karen Ágústs­dóttir, laga­nemi og dóm­ritari
  6. Sól­veig Bjarn­ey Daníels­dóttir, hjúkrunar­fræðingur og að­stoðar­deildar­stjóri

Í til­kynningu frá flokknum fylgdi með bréf frá Ólafi Ís­leifs­syni, nú­verandi þing­manni Mið­flokksins, þar sem gerir grein fyrir af­stöðu sinni að sækjast ekki eftir endur­kjöri:

„Til að leysa þá patt­stöðu sem upp er komin við upp­stillingu á fram­boðs­lista Mið­flokksins í Reykja­vík norður hefi ég á­kveðið að sækjast ekki eftir sæti á fram­boðs­lista flokksins í kjör­dæminu fyrir komandi Al­þingis­kosningar. Þar sem ég verð á ferða­lagi alla næstu viku hefi ég ekki tök á að sækja boðaðan fund en bið fyrir bestu kveðjur og árnaðar­óskir til fundar­manna,“ segir í til­kynningunni.