Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður var samþykktur á félagsfundi í kvöld með 77% atkvæða fundargesta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum.
Fyrstu sæti skipa:
- Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, lögfræðingur og sáttamiðlari
- Tómas Ellert Tómasson, verkfræðingur
- Erna Valsdóttir, fasteignasali
- Þórarinn Jóhann Kristjánsson, tölvunarfræðingur og kennari
- Ásta Karen Ágústsdóttir, laganemi og dómritari
- Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri
Í tilkynningu frá flokknum fylgdi með bréf frá Ólafi Ísleifssyni, núverandi þingmanni Miðflokksins, þar sem gerir grein fyrir afstöðu sinni að sækjast ekki eftir endurkjöri:
„Til að leysa þá pattstöðu sem upp er komin við uppstillingu á framboðslista Miðflokksins í Reykjavík norður hefi ég ákveðið að sækjast ekki eftir sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar sem ég verð á ferðalagi alla næstu viku hefi ég ekki tök á að sækja boðaðan fund en bið fyrir bestu kveðjur og árnaðaróskir til fundarmanna,“ segir í tilkynningunni.