Allt er nú kom­ið á fullt í flokk­un­um fyr­ir næst­u kosn­ing­ar og marg­ir gang­a með þing­mann í mag­an­um. Á með­an sum­ir flokk­ar eru þeg­ar byrj­að­ir að velj­a á list­a hafa aðr­ir á­kveð­ið að fara hæg­ar í sak­irn­ar og taka frek­ar hrað­an end­a­sprett.

Á­hug­i á sæti Stein­gríms

Hjá Vinstr­i græn­um verð­ur for­val í öll­um kjör­dæm­um, en það þýð­ir að kos­ið verð­ur í efst­u sæti á list­a og upp­still­ing­ar­nefnd rað­ar í önn­ur sæti. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá flokkn­um er stefnt að því að ljúk­a við fram­boðs­list­an­a fyr­ir sum­ar­frí.

Út­lit er fyr­ir mikl­a spenn­u í for­val­i flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæm­i þar sem nokkr­ir tak­ast á um sæt­ið sem Stein­grím­ur J. Sig­fús­son hef­ur set­ið í frá stofn­un flokks­ins.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hefur skipað 2. sæti í Norðausturkjördæmi en ákvað að sækjast eftir oddvitasætinu þegar Steingrímur ætlar að setjast í helgan stein.
ERNIR.

Þing­flokks­for­mað­ur­inn Bjark­ey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir hef­ur þeg­ar lýst yfir að hún sæk­ist eft­ir odd­vit­a­sæt­in­u og það hef­ur odd­vit­inn í Norð­ur­þing­i, Óli Hall­dórs­son, einn­ig gert.

Þá hef­ur Kári Gaut­a­son, fram­kvæmd­a­stjór­i þing­flokks VG, einn­ig lýst því yfir að hann sæk­ist eft­ir því að vera of­ar­leg­a á list­a. Hug­ins Freys Þor­steins­son­ar, fyrr­ver­and­i að­stoð­ar­manns Stein­gríms, hef­ur einn­ig ver­ið nefnt í kjör­dæm­in­u.

Kol­beinn Óttars­son Propp­é velt­i án efa fyr­ir sér fram­boð­i fyr­ir norð­an en hef­ur ef til vill hætt að lít­ast á blik­un­a og til­kynnt­i nú í vik­unn­i að hann sækt­ist eft­ir for­yst­u í Suð­ur­kjör­dæm­i, en Ari Traust­i Guð­munds­son ætl­ar að láta gott heit­a eft­ir þett­a kjör­tím­a­bil.

Enginn hef­ur enn gef­ið kost á sér gegn Lilj­u Raf­n­eyj­u Magn­ús­dótt­ur sem sæk­ist á­fram eft­ir for­yst­u í sínu kjör­dæm­i fyr­ir vest­an.

Þær stöll­ur Katr­ín Jak­obs­dótt­ir og Svan­dís Svav­ars­dótt­ir verð­a án efa í sín­um sæt­um í Reykj­a­vík­ur­kjör­dæm­un­um og lík­legt er að þriðj­i ráð­herr­a flokks­ins, var­a­for­mað­ur­inn Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son taki sér stöð­u í krag­an­um þar sem Rósa Björk var áður í for­yst­u fyr­ir flokk­inn.

Katrín og Svandís hafa leitt Reykjavíkurkjördæmin fyrir Vinstri græn og gera líklega áfram.
Sigtryggur Ari.

Flótt­i úr Reykj­a­vík

Í Sam­fylk­ing­unn­i er all­ur gang­ur hafð­ur á að­ferð­um við val á list­a. Vinn­a stendur yfir við upp­still­ing­u í Reykj­a­vík þar sem út­lit er fyr­ir að þing­kon­an Helg­a Vala Helg­a­dótt­ir leið­i aft­ur sitt kjör­dæm­i í Reykj­a­vík og Krist­rún Frost­a­dótt­ir hag­fræð­ing­ur leið­i það kjör­dæm­i sem Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son leidd­i fyr­ir síð­ust­u kosn­ing­ar.

Töl­u­verð­ur flótt­i virð­ist hlaup­inn í fram­bjóð­end­ur í Reykj­a­vík en auk Ágústs Ólafs, sem ætl­ar ekki að þiggj­a boð um þriðj­a sæti á list­a, hafn­að­i Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir boði um 2. sæti og gef­ur nú kost á sér í krag­an­um. Þar er stefnt að því að klár­a upp­still­ing­u fyr­ir 12. mars en þing­mað­ur­inn Guð­mund­ur Andri Thors­son er odd­vit­i í kjör­dæm­in­u. Þá mun Jóna Þór­ey, fyrr­ver­and­i for­set­i Stúd­ent­a­ráðs HÍ, hafa hug á fram­boð­i í kjör­dæm­in­u.

Upp­still­ing verð­ur í Suð­ur­kjör­dæm­i, þar sem Odd­ný Harð­ar­dótt­ir er, all­a­veg­a enn sem kom­ið er, ó­skor­að­ur odd­vit­i. Ekki ligg­ur enn fyr­ir hvern­ig rað­að verð­ur á list­a í kjör­dæm­i formannsins fyr­ir norð­an en að­al­fund­ur verð­ur í Norð­aust­ur­kjör­dæm­i í lok jan­ú­ar og um miðj­an febr­ú­ar í Norð­vest­ur­kjör­dæm­i.

Prófjörum Pírata lýkur í mars

Próf­kjör­um hjá Pír­öt­um lýk­ur 13. mars en opn­að var fyr­ir fram­boð hjá flokkn­um 9. jan­ú­ar síð­ast­lið­inn. Að­eins þrír þing­menn flokks­ins hyggj­ast hald­a á­fram; Þór­hild­ur Sunn­a Ævars­dótt­ir, Hall­­dór­a Mog­en­sen og Björn Leví Gunn­ars­son.

Álf­heið­ur Eym­ars­dótt­ir var­a­þing­mað­ur gef­ur kost á sér til for­yst­u í Suð­ur­kjör­dæm­i, þar sem frá­far­and­i þing­mað­ur, Smár­i Mc­Cart­hy, leidd­i flokk­inn fyr­ir síð­ust­u kosn­ing­ar. Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir borg­ar­full­trú­i hef­ur enn ekki lýst yfir hvort hún hygg­ist færa sig yfir í lands­mál­in.

Halldóra Mogensen er líklegur oddviti Pírata í öðru hvoru kjördæmi Reykjavíkur.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Framsóknarspenna fyrir norðan

Fjöl­breytn­in ræð­ur ríkj­um við val á list­a í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Lok­uð próf­kjör verð­a í Suð­ur­kjör­dæm­i og Suð­ur­vest­ur­kjör­dæm­i þann 10. apr­íl þar sem kos­ið verð­ur um efst­u fimm sæt­in.

Formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson og Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar hafa ekki sýnt á sér neitt fararsnið og verða væntanlega áfram í forystu sinna kjördæma.

Í Reykj­a­vík verð­ur upp­still­ing og á henn­i að ljúk­a 10. mars. List­arn­ir verð­a svo af­greidd­ir á auk­a­kjör­dæm­a­þing­i 24. mars. Ráðherrarnir Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason verða í framboði í Reykjavík.

Póst­kosn­ing fer fram í Norð­vest­ur­kjör­dæm­i frá 16. febr­ú­ar til 13. mars og í Norð­aust­ur­kjör­dæm­i frá 1. til 31. mars.

Líkt og hjá Vinstr­i græn­um er út­lit fyr­ir spenn­and­i kosn­ing­u hjá Fram­sókn í Norð­aust­ur­kjör­dæm­i þar sem odd­vit­inn Þór­unn Egils­dótt­ir mun ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjör­i.

Lín­eik Anna Sæ­vars­dótt­ir þing­kon­a sæk­ist nú eft­ir fyrst­a sæt­in­u og það ger­ir einn­ig Ingi­björg Ólöf Isak­sen, bæj­ar­full­trú­i á Akur­eyr­i. Þá hafa Þór­ar­inn Pét­urs­son var­a­þing­mað­ur, Jón Björn Hák­on­ar­son, bæj­ar­stjór­i Fjarð­a­byggð­ar, og Helg­i Héð­ins­son, odd­vit­i Skút­u­stað­a­hrepps, gef­ið kost á sér í 2. sæti.

Með á­kvörð­un Ás­mund­ar Ein­ars Dað­a­son­ar um að færa sig til Reykj­a­vík­ur skap­ast rými fyr­ir nýtt fólk í Norð­vesturkjör­dæm­i.

Þrír hafa lýst á­hug­a á leið­tog­a­sæt­i Fram­sókn­ar þar: Hall­a Sig­ný Kristj­áns­dótt­ir al­þing­is­kon­a, Stef­án Vagn Stef­áns­son, lög­regl­u­mað­ur og for­yst­u­mað­ur flokks­ins í Skag­a­firð­i, og Guð­veig Lind Ey­gló­ar­dótt­ir, odd­vit­i flokks­ins í Borg­ar­byggð.

Slemb­i­val­in kjör­nefnd Sósíalista

Kjör­nefnd, sem er slemb­i­val­inn hóp­ur al­mennr­a fé­lag­a, rað­að­i fólk­i á fram­boðs­list­a hjá Sós­í­al­ist­um.

„Fram und­an er um­ræð­a með­al flokks­fólks um er­ind­i og á­hersl­ur fram­boðs flokks­ins til þings, val í skugg­a­ráð­u­neyt­i flokks­ins í ein­stök­um mál­efn­a­hóp­um og virkj­un fé­lag­a til starf­a í bar­átt­u­hóp­um og hverf­a-, bæja- og lands­hlut­a­hóp­um,“ seg­ir Gunn­ar Smár­i Egils­son, for­mað­ur fram­kvæmd­a­stjórn­ar flokks­ins.

„Fram und­an er um­ræð­a með­al flokks­fólks um er­ind­i og á­hersl­ur fram­boðs flokks­ins til þings.“

Gunn­ar seg­ist reikn­a með að list­ar flokks­ins í öll­um kjör­dæm­um verð­i full­skip­að­ir í mars eða apr­íl næst­kom­and­i, í síð­ast­a lagi 1. maí, á bar­átt­u­deg­i verk­a­lýðs­ins, þeg­ar flokk­ur­inn verð­ur fjög­urr­a ára.

Uppstilling líkleg í Viðreisn

Lands­hlut­a­fé­lög­in í Við­reisn eru enn að á­kveð­a hvað­a leið verð­ur far­in við röð­un á list­a en gert er ráð fyr­ir að á­kvarð­an­ir þeirr­a ligg­i fyr­ir upp úr ár­a­mót­um.

Flokk­ur­inn hef­ur hing­að til við­haft upp­still­ing­u, enda flokk­ur­inn ung­ur en það eru fé­lög í hverj­um lands­hlut­a fyr­ir sig sem taka á­kvarð­an­ir um leið­ir.

Flokk­ur­inn fékk 6,7 prós­ent í síð­ust­u kosn­ing­um og fjór­a menn kjörn­a, alla á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.

Landsþing Viðreisnar var haldið 25. september. Flokkurinn hefur fjóra þingmenn, alla á höfuðborgarsvæðinu.
Valli.

For­mað­ur­inn Þor­gerð­ur Katr­ín Gunn­ars­dótt­ir er odd­vit­i í krag­an­um og þar var þing­mað­ur­inn Jón Stein­dór Vald­im­ars­son í öðru sæti. Þing­kon­urn­ar Hann­a Katr­ín Frið­riks­son og Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir eru þing­menn Reykj­a­vík­ur­kjör­dæm­ann­a tveggj­a.

Mál­ið gæti þó vand­ast nú þar sem nýr var­a­for­mað­ur flokks­ins, Dav­íð Már Krist­óf­ers­son, sæk­ist ef­laust eft­ir ör­ugg­u þing­sæt­i. Flokk­ur­inn hef­ur hins veg­ar mælst með um það bil 10 prós­ent­a fylg­i mest­an part yf­ir­stand­and­i kjör­tím­a­bils og gæti því bætt við sig þing­mönn­um í næst­u kosn­ing­um.

Ákall um konur og ungt fólk

Í Mið­flokkn­um er reikn­að með að stillt verð­i upp á list­a með vor­in­u, senn­i­leg­a eft­ir pásk­a, en töl­u­verð spenn­a rík­ir um fram­boðs­list­a flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæm­i. Tal­ið er að í það minnst­a tveir muni bít­ast um odd­vit­a­sæt­ið. Birg­ir Þór­ar­ins­son leidd­i flokk­inn árið 2017 en sam­kvæmt heim­ild­um Frétt­a­blaðs­ins hef­ur Karl Gaut­i Hjalt­a­son, sem kom úr Flokk­i fólks­ins, hug á að leið­a list­ann.

Fleir­i eru sagð­ir á­hug­a­sam­ir um fram­boð, þá helst Hall­fríð­ur G. Hólm­gríms­dótt­ir, var­a­for­mað­ur kjör­dæm­is­fé­lags­ins, og Tóm­as Ellert Tóm­as­son, bæj­ar­full­trú­i í Ár­borg.

Allir þingmenn Miðflokksins eru líklegir til að ætla aftur fram. Til að allir nái kjöri þarf flokkurinn um 15 prósenta fylgi.
Fréttablaðið/Ernir

Enginn úr núverandi þingliði hefur lýst því yfir að ætla að hætta á þingi. Flokkurinn þarf að ná um 15 prósenta kosningu til að halda öllum sínum níu mönnum, en mældist með innan við sjö prósenta fylgi í síðustu könnun Fréttablaðsins.

Öruggt er talið að formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði í Norðausturkjördæmi og einnig hafa báðir þingmenn flokksins í Reykjavík, Þorsteinn Sæmundsson og Ólafur Ísleifsson, lýst yfir framboði. Þá er ekki er gert ráð fyrir öðru en að Gunnar Bragi Sveinsson sækist áfram eftir oddvitasæti í kraganum.

Innan úr flokkn­um heyr­ast hins veg­ar ó­á­nægj­u­radd­ir um skort á kon­um og yngr­a fólk­i. Hef­ur nafn Nönn­u Margr­ét­ar Gunnlaugsdóttur, syst­ur formannsins, ver­ið nefnt til að leið­a einn af list­un­um. Einn­ig hef­ur ver­ið skor­að á Vig­dís­i Hauks­dótt­ur að færa sig aft­ur í lands­mál­in.


Treyst­a á góðan end­a­sprett

Fram­boðs­list­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins verð­a ekki til­bún­ir fyrr en um mitt sum­ar, en flokk­ur­inn ætl­ar í kosn­ing­a­bar­átt­un­a á snörp­um lok­a­sprett­i stutt­u fyr­ir kosn­ing­ar.

Hef­ur mið­stjórn flokks­ins beint því til kjör­dæm­a­fé­lag­a að ekki verð­i boð­að til próf­kjör­a fyrr en í júní, um svip­að leyt­i og þing lýk­ur störf­um. Þann­ig nái rík­is­stjórn­in að ljúk­a sín­um verk­efn­um án þess að próf­kjörs­bar­átt­an trufl­i þing­störf.

Flest­ir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru í full­u fjör­i og eng­inn hef­ur lýst yfir að hann verð­i ekki í fram­boð­i.

Augu flestr­a verð­a vænt­an­leg­a á Reykj­a­vík­ur­kjör­dæm­un­um þar sem bú­ast má við að fjór­ir fram­á­menn í flokkn­um kepp­ist um odd­vit­a­sæt­in tvö; ann­ars veg­ar odd­vit­ar kjör­dæm­ann­a: Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son og Sig­ríð­ur Á. Ander­sen, sem sagð­i af sér sem ráð­herr­a á kjör­tím­a­bil­in­u, og hins veg­ar nýi dóms­mál­a­ráð­herr­ann Ás­laug Árna Sig­ur­björns­dótt­ir og þing­mað­ur­inn Brynj­ar Ní­els­son, sem er lík­leg­a orð­inn þreytt­ur á að víkj­a fyr­ir kon­un­um.

Brynjar Níelsson hefur verið forystusveit Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,
Fréttablaðið/Valli

Nokk­ur ný and­lit eru lík­leg til að bland­a sér í bar­átt­un­a í Reykj­a­vík, þeirr­a á með­al nokkr­ir að­stoð­ar­menn ráð­herr­a, Dilj­á Mist Ein­ars­dótt­ir, Borg­ar Þór Ein­ars­son og Hild­ur Sverr­is­dótt­ir.

Borg­ar Þór er þó einn­ig sagð­ur í­hug­a fram­boð í krag­an­um þar sem flokk­ur­inn fékk fjór­a þing­menn í síð­ust­u kosn­ing­um. Fleir­i ný nöfn eru nefnd í kjör­dæm­i formannsins, þar á með­al nafn Vig­dís­ar Häsler, fram­kvæmd­a­stjór­a þing­flokks­ins.

Unnur Brá Konráðsdóttir var forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili.
ERNIR.

Þing­menn flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæm­i ætla sér all­ir að hald­a á­fram á þing­i en þar ætl­ar Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir að reyn­a aft­ur fyr­ir sér um for­yst­u.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvað sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann hyggst fyr­ir en á­hug­a­menn um fram­boð í Norðausturkjördæmi eru sagð­ir hald­a að sér hönd­um þar til ljóst verð­ur hvað oddvitinn Kristj­án Þór Júl­í­us­son ætl­ast fyr­ir.

Al­mælt er að nafn­i hans Kristj­án Þór Magn­ús­son, sveit­ar­stjór­i Norð­ur­þings, hafi á­hug­a á fram­boð­i og tal­ið er ör­uggt að Njáll Traust­i Frið­berts­son muni á­fram sækj­ast eft­ir þing­mennsk­u.

Þá hef­ur Gaut­i Jóh­anns­son, fyrr­ver­and­i sveit­ar­stjór­i á Djúp­a­vog­i, ver­ið orð­að­ur við fram­boð en hann leidd­i flokk­inn til góðs sig­urs í ný­stofn­uð­u Múl­a­þing­i í haust

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hlýtur að stefna á forystu í Norðvesturkjördæmi.
Fréttablaðið/Ernir

Í Norð­vest­ur­kjör­dæm­i er lík­legt að Þór­dís Kol­brún R. Gylf­a­dótt­ir, ráð­herr­a og var­a­for­mað­ur, sæk­ist eft­ir odd­vit­a­sæt­in­u sem Haraldur Ben­e­dikts­son vermd­i fyr­ir síð­ust­u kosn­ing­ar.

Haraldur hef­ur sjálf­ur ekki lýst sín­um á­form­um en Teit­ur Björn Ein­ars­son var­a­þing­mað­ur hef­ur hins veg­ar lýst á­hug­a á þing­sæt­i í kjör­dæm­in­u. Því er ekki ó­lík­legt að þeir etji kapp­i um 2. sæti list­ans í kjör­dæm­in­u.

Frétt­a­blað­ið ósk­að­i upp­lýs­ing­a frá Flokk­i fólks­ins um fram­boðs­mál flokks­ins en svar hafð­i ekki bor­ist áður en Frétt­a­blað­ið fór í prent­un.