Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR, segist telja það ó­lík­legt að flokkar sem bjóði sig fram til Al­þingis nái að brúa van­traust sem hefur myndast milli þings og þjóðar og í­trekar hug­mynd sína um að verka­lýðs­hreyfingin fari af stað með þver­pólitískt fram­boð.

„Allar líkur eru á því að kerfis­bundið verði haldið á­fram að grafa undan inn­viðum til að tryggja og hyggla þröngum sér­hags­muna­öflum enn meiri auð og enn meiri völd,“ segir Ragnar í færslu sinni á Face­book frá því í morgun. Hann tekur þó fram að ekki allir þing­menn eða flokkar séu spilltir heldur eigi hann við sam­setningu næstu ríkis­stjórnar sam­kvæmt spám.

Að sögn Ragnars er ó­lík­legt að næsta ríkis­stjórn nái að komast að niður­stöðu í mikil­vægum málum og nefnir í því sam­hengi breytingar á fisk­veiði­stjórnunar­kerfinu og stjórnar­skrá, af­nám skerðinga, skjald­borg um heil­brigðis­kerfið og að koma í veg fyrir einka­væðingu grunn­stoða í sam­fé­laginu.

Rúmlega tuttugu prósent hefðu hug á að kjósa stjórmálaafl verkalýðshreyfingarinnar

Ragnar vakti fyrst at­hygli á þver­pólitískt fram­boð verka­lýðs­hreyfingarinnar fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann hvatti verka­lýðinn til að taka málin í eigin hendur og stíga fram sem sam­einað um­bóta­afl gegn spillingu.

Að hans sögn hafði hug­myndin vakið svo mikla at­hygli og að „varð­hundar nú­verandi kerfis“ hafi reynt að halda því fram að slíkt stangaðist á við lög. „Þó byggðist hug­myndin ein­göngu á því að hreyfingin bjóði fram með stuttan verk­efna­lista sem kjós­endur gætu valið um,“ segir Ragnar.

Við­brögð sér­hags­muna­afla hafi gefið Ragnari þá til­finningu að þeir væru á réttri leið. „Stjórn VR lét því gera við­horfs­könnun al­mennings á því hvort ó­stofnað stjórn­mála­afl verka­lýðs­hreyfingarinnar nyti brautar­gengis í næsti Al­þingis­kosningum,“ en að Ragnars sögn var niður­staðan sú að 23 prósent sögðust hafa hug á að kjósa slíkan flokk.

„Það þýðir að um væri að ræða stærsta stjórn­mála­flokkinn miðað við síðustu kannanir og mögu­lega ráðandi afl eftir næstu kosningar. Þetta hljóta að vera stór­fréttir en að sama skapi á­fellis­dómur yfir nú­verandi flokka­kerfi,“ segir Ragnar að lokum en Ragnar mun kynna niður­stöðurnar ítar­lega fyrir mið­stjórn ASÍ á næstunni.