Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals styrkir íþróttafélagið Fram um tvær milljónir króna. Ein milljón fer í fyrsta heimaleik félagsins í Úlfarsárdal sem stefnt er á að verði gegn Val 29. maí. Hálf milljón á að fara í opnunarhátíð og önnur hálf milljón fer í verkefnið Fyrsti heimaleikurinn.

Þá fékk Fram 300 þúsund vegna verkefnisins Gróðursetning við völlinn. Barna- og unglingaráð fékk tæpa hálfa milljón vegna Útilífsskóla og sumarskemmtunar. Loks fékk handboltadeildin 250 þúsund til að borga tónlistaratriði og veitingar fyrir fyrsta heimaleikinn.