Fiskeldi

„Frá­leit­ur“ samn­ing­ur við Arnar­lax gerð­ur í góðr­i trú

​For­seti Klúbbs mat­reiðslu­meistara segir að inni­hald samningsins sem stjórn klúbbsins gerði við Arnar­lax sé trúnaðar­mál. Samningurinn hafi verið gerður í góðri trú og að klúbburinn vilji hvorki taka af­stöðu með eða á móti sjó­kvía­eldi.

Frá æfingu kokkalandsliðsins 2016. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/Ernir

For­seti Klúbbs mat­reiðslu­meistara segir að inni­hald samningsins sem stjórn klúbbsins gerði við Arnar­lax sé trúnaðar­mál. Samningurinn hafi verið gerður í góðri trú og að klúbburinn vilji hvorki taka af­stöðu með eða á móti sjó­kvía­eldi.

Þrettán af sau­tján með­limum kokka­lands­liðsins skrifuðu í gær undir yfir­lýsingu þar sem þeir mót­mæltu samningnum og tilkynntu úrsögn úr landsliðinu.

Sjá einnig: Hópúrsögn hjá kokkalandsliðinu

„Ég nota ein­göngu af­urðir sem fram­leiddar eru á sjálf­bæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Ís­lands, vörur sem fram­leiddar eru með þessum hætti. Ég hef því á­kveðið að draga mig út úr kokka­lands­liðinu að svo stöddu,“ skrifaði Ylfa Helga­dóttir í færslu á Face­book vegna málsins.

Björn Bragi Braga­son, for­seti Klúbbs mat­reiðslu­meistara segir í sam­tali við Frétta­blaðið um sé að ræða sorg­legan tíma fyrir klúbbinn og lands­liðið. 

„Samningurinn við Arnar­lax var gerður í góðri trú sem og við önnur fyrir­tæki sem vilja styrkja okkur og gera kleift að halda keppnis­starfi til að efla mat­reiðslu í landinu.“

Á milli tveggja fylkinga í PR-stríði

Hann kveðst að­spurður ekki getað tjáð sig um inni­hald samningsins. Hann til­tekur að klúbburinn sé „ó­pólitískur“ og vinni einkum að því að efla fag­mennsku í greininni í gegnum keppnis­starf.

„Núna erum við svo­lítið á milli í PR-stríði milli tveggja ó­líkra hags­muna­aðila, en við tökum hvorki af­stöðu með eða á móti sjó­kvía­eldi eða öðrum at­vinnu­greinum á landinu. Ekki frekar en öðrum pólitískum á­kvörðunum,“ segir Björn Bragi. 

Sturla Birgisson sagði sig úr Klúbbi matreiðslumeistara í gær.

En hefur eitt­hvað borist í tal að endur­skoða samninginn? 

„Ég vildi að ég gæti tjáð mig um það en ég get það ekki að svo stöddu. Við erum að reyna að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin og þurfum tíma og svig­rúm til þess.“

Stórt skarð hoggið í undirbúning fyrir HM

Sturla Birgis­son mat­reiðslu­maður sagði sig úr klúbbnum í gær en hann telur samninginn vera „frá­leitan“. Hann var sá sem veiddi eldis­laxinn í Vatns­dals­á fyrir norðan á dögunum og telur hann þróunu­ina vera grát­lega. Björn Bragi segir að það sé leitt að sjá á eftir Sturlu. Hann sé eini sem hefur sagt sig úr klúbbnum að svo stöddu en tekið verði vel á móti honum vilji hann aftur inn síðar meir.

Sjá einnig: Hættir vegna „fráleits“ samnings við Arnarlax

Hvaða kokka­lands­liðið varðar er of snemmt að segja til um næstu skref. Tveir mánuðir eru í heims­meistara­mótið í mat­reiðslu þar sem liðið er skráð til leiks. Að öllu jöfnu þurfi á­tján mánuði í undir­búnings­vinnu fram að móti og sé nú stórt skarð komið í þá vinnu þar sem stutt er í mót að sögn Björns Braga.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fiskeldi

Fá rekstr­ar­leyf­in til bráð­a­birgð­a í 10 mán­uð­i

Fiskeldi

Ekki mannskapur til að hafa eftirlit með eldi

Fiskeldi

Fóðrun í fiskeldi á Austfjörðum fjarstýrt frá Noregi eftir áramót

Auglýsing

Nýjast

Spár hafa versnað fyrir kvöldið og nóttina

Enn logar í Hval­eyra­r­braut: „Við gefumst ekki upp“

Öllu innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Einn látið lífið og fleiri slasast á mót­mælum „gulu vestanna“

Unnið að því að koma farþegum frá borði

Rannsókn á eldsupptökum í biðstöðu

Auglýsing