Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra svarar Öryrkjabandalagi Íslands(ÖBÍ) sem telur að hann hafi sett fram villandi tölur í minnisblaði sem hann lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gær.

„Það er fráleitt að sitja undir ásökunum um að vilja láta halla á hlut öryrkja. Ég skora á talsmenn öryrkja að nefna það tímabil undanfarna áratugi þar sem kaupmáttur bóta hefur vaxið meira en síðastliðin 8 ár, segir Bjarni í Facebook-færslu.

Í minnisblaði ráðherra segir meðal annars að vegna tekjufalls ríkissjóðs vegna COVID-19 þá mun hlutfall framlaga almannatrygginga að óbreyttu nema tæpum fjórðungi tekna ríkissjóðs, í stað 14-15% áður. Þá hafi framlög til almannatrygginga nær tvöfaldast frá árinu 2013.

Í yfirlýsingunni sem ÖBÍ gaf út í dag segir að framsetning ráðherra sé villandi. Hlutfallið aukist fyrst og fremst vegna lækkandi tekna ríkissjóðs, en ekki hækkandi gjalda. Þá segir að stærstur hluti af auknum útgjöldum hafi farið til eldri borgara, en ekki öryrkja. 

Bjarni segir að það sæti furðu ef ÖBÍ deili ekki áhyggjum af því að sífellt hærra hlutfall landsmanna þurfi örorkubætur og endurhæfingarlífeyri. „Sú þróun er algerlega ósjálfbær og ábyrgðarleysi að horfast ekki í augu við vandann."

„Þeir sem neita að horfast í augu við þá veikleika sem birtast okkur í þróun þessa málaflokks grafa með því undan getu okkar til að styðja við þá sem eru í mestri þörf. Sérstakir talsmenn öryrkja þurfa að gangast við þessu og vinna að lausnum í stað þess að standa í stappi við sem benda á staðreyndir og vilja vinna að umbótum á kerfinu," segir Bjarni að lokum.

Öryrkjabandalagið, sem hefur kosið að auglýsa í Ríkisútvarpinu með kökumyndbandi, ætti kannski að fara sér hægt í...

Posted by Bjarni Benediktsson on Wednesday, 28 October 2020