Elon Musk er fallinn af toppnum, sam­kvæmt lista For­bes, sem ríkasti ein­stak­lingur í heimi og er Frakkinn Bernard Arnault orðinn sá ríkasti.

Arnault er nú metinn á 180 milljarða dollara sem er 33 milljörðum dollara meira en Musk. Vel­gengni Frakkans má rekja til vel­gengni lúxus­merkis hans, LVMH, sem á og rekur Louis Vuitt­on, Moët og Hennes­sy, en innan sam­steypunnar eru einnig ilm­vötn og aðrar snyrti­vörur, úr og fleiri þekkt vín.

Musk sat á toppi For­bes-listans í fyrra og var þá metinn á 340 milljarða dollara en er núna metinn á 147 milljarða dollara. Það þýðir að hann er búinn að tapa ansi mörgum krónum og aurum á að­eins nokkrum mánuðum.