Ummerki um geislavirku samsætuna Caesium-137 sem myndast aðallega við kjarnaklofnun fannst í sýni sem tekið var í byrjun febrúar í Frakklandi.

Talið er að efnið hafi borist til Frakklands með vindum frá Saharaeyðimörkinni en þann 6. febrúar síðastliðinn var himinninn í Frakklandi víða appelsínugulur af völdum sandfoks frá eyðimörkinni.

ACRO, samtök sem mæla geislavirkni, tóku sýni þar sem vísindamenn fundu Caesium-137 í sandkornunum sem skiluðu sér yfir hafið. Í sömu rannsókn er það ályktað að geislarykið megi rekja aftur til sjöunda áratugarins þegar Frakkar gerðu tilraunir með kjarnorkuvopn í eyðimörkinni.

Samkvæmt mælingunni fundust 0,08 becquerel, sem er mælikvarði geislavirkni, á hvern fermetra í sýninu. Fyrir vikið er ekki talið að rykið sé skaðlegt íbúum Frakklands en það gæti tekið áratugi að leysast upp.

Frakkar færðu rannsóknir sínar síðar til Frönsku Pólýnesíu en þegar tilraunum með kjarnorkuvopn var hætt árið 1996 hafði Frakkland gert 210 slíkar tilraunir.