Í dómi Hæstaréttar í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssyni gegn Atla Má Gylfasyni, blaðamanni, segir að frágangur málsgagna hafi verið svo ábótavant að ámælisvert væri. Málsgögn hafi verið með þeim hætti að erfitt hafi verið að lesa hvað í þeim hafi staðið. Málinu var vísað frá og sagt að grundvöllur málsins fyrir héraðsdómi hafi verið með þeim hætti að því hefði átt að vera vísað sjálfkrafa frá.

Fyrir Hæstarétti var einungis fjallað um nokkur ummæli, en í dómnum segir að sjö þeirra ummæla sem stefnt var fyrir héraðsdóm vegna séu ekki lengur til umfjöllunar. Meðal þeirra ummæla sem ekki var fjallað um lutu að því að „stefndi hafi verið eða sé meðlimur í glæpahring og hafi verið umfangsmikill fíkniefnasmyglari,“ auk þess sem „hann hafi jafnframt notað fölsuð skilríki og þóst vera þýskur fasteignasali.“ Þá er það ekki til umfjöllunar ummæli Atla um að ekki væri hægt að fjalla um hvarf Friðriks, sem í dómnum er nefndur A, án þess að minnast á Guðmund Spartakus.

Hafi sýnt afskorið afskorið höfuð Guðmunds á Skype

Þau ummæli sem fjallað var um í Hæstarétti lutu að því að „ónefndur Íslendingur“ hafi hreykt sér af því að hafa myrt Friðrik eftir að þeim hafi lent saman. Á hann í kjölfarið að hafa sýnt afskorið höfuð Friðriks í plastpoka í samtali á Skype og sagt „Hér hann, hér A.“ Ónefndi Íslendingurinn hafi atkvæðamikill fíkniefnasmyglari sem hafi staðið að „innflutningi á tugum kílóum fíkniefna frá Suður Ameríku til meginlands Evrópu með hjálp íslenskra burðardýra.“

Í dómnum er það reifað að í málsstefnu fyrir héraðsdómi hafi ekki verið útskýrt með hvaða hætti mögulegt hafi verið fyrir lesendur greinar Atla að átta sig á því að um væri að ræða Guðmund Spartakus. Hann hefði ekki verið nafngreindur í þeim ummælum sem tekin hefðu verið fyrir. Tilraun til að bæta málflutningin með greinargerð fyrir Landsrétti bætti ekki fyrir þá annmarka sem hefðu verið á málflutningi fyrir héraðsdómi.

Í dómsorðum er Guðmundi Spartakus gert að greiða Atla eina milljón króna fyrir málskostnað fyrir héraðsdómi auk þess sem hann þurfi að greiða 1,6 milljónir í málskostnað fyrir Landsrétti og Hæstarétti, sem renna skuli í ríkissjóð. Í samtali við Fréttablaðið sagði Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Atla Más, að til þess að hægt væri að fara með málið aftur fyrir héraðsdóm og halda því þannig til streitu þyrfti Guðmundur að byrja á því að greiða þann kostnað.

Atli.jpg

Málið varðar starfsumhverfi baðamanna

Frá því að Landsréttur tók til starfa hefur Hæstiréttur hafnað flestum málskotsbeiðnum sem honum hefur borist. Með tilkomu Landsréttar breyttist starfsemi Hæstaréttar á þá leið að rétturinn þarf að samþykkja að ný mál séu tekin fyrir. Til þess þarf dómstóllin að telja þau nægilega mikilsverð.

Hæstiréttur samþykkti að taka mál Atla fyrir á þeim forsendum að það kæmi til með að hafa gildi varðandi álitefni um heimildir fjölmiðla til að fjalla um rannsókn sakamála. Þá kæmi það einnig til með að hafa fordæmisgildi varðandi að hversu miklu leyti blaðamenn gætu byggt frásagnir sínar á frásögnum ónafngreindra heimildamanna. Dómurinn gæti því haft áhrif starfsumhverfi blaðamanna á Íslandi. Það á þó eftir að koma í ljós að hvaða leyti það verður.