Mánaðarlaun og stéttar- og verkalýðsleiðtoga í fyrra voru allt frá 63 þúsund krónum upp í rúmar 2,6 milljónir króna samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í gærmorgun.

Reynir Arngrímsson, fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands, trónir efst á listanum með 2.632.312 krónur en hann sagði af sér formennsku félagsins í byrjun nóvember í fyrra.

Ljóst er á listanum hér að neðan að leiðtogar stéttar- og verkalýðsfélaga komast ekki með tærnar þar sem forstjórar stórfyrirtækja á Íslandi hafa hælana þegar kemur að mánaðarlaunum.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær var Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, lang launahæsti forstjóri landsins í fyrra af skráðum félögum. Árni Oddur var með 41 milljón króna í mánaðarlaun í fyrra.

Tekið skal fram að aðeins er um berstrípuð mánaðarlaun að ræða og eru fjármagnstekjur ekki meðtaldar.

Hér má sjá lista yfir laun stéttar- og verkalýðsleiðtoga í fyrra, hann er ekki tæmandi:

 • Reynir Arngrímsson, fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands, 2.632.312 krónur
 • Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, 2.086.406 krónur
 • Jón Þór Þorvaldsson, flugstjóri og formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, 2.157.224 krónur
 • Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, 1.922.733 krónur
 • Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, 1.755.366 krónur
 • Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, 1.660.835 krónur
 • Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar, 1.568.301 krónur
 • Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM, 1.567.181 krónur
 • Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, 1.551.765 krónur
 • Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasamband Íslands, 1.509.423 krónur
 • Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fyrrverandi þingmaður, 1.489.745 krónur
 • Sona Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, 1.458.068 krónur
 • Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, 1.357.718 krónur
 • Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, 1.334.626 krónur
 • Garðar Eiríksson, framkvæmdastjóri Auðhumlu, 1.304.688 krónur
 • Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, 1.217.155 krónur
 • Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, 1.184.755 krónur
 • Árni Björn Björnsson, framkvæmdastjóri Verkfræðingafélags Íslands, 1.188.649 krónur
 • Drífa Snædal, forseti ASÍ, 1.155.242 krónur
 • Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, 1.091.502 krónur
 • Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, 1.066.061 krónur
 • Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, 1.058.214 krónur
 • Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, 1.050.097 krónur
 • Arnar G. Hjaltalín, formaður Drífanda í Vestmannaeyjum, 1.049.770 krónur
 • Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, 1.040.064 krónur
 • Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, 1.018.020 krónur
 • Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, 1.011.527 krónur
 • Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður og framkvæmdastjóri Verkalýðsfélags Suðurlands, 914.986 krónur
 • Birna Hafstein, leikari og formaður Félags íslenskra leikara, 909.338 krónur
 • Guðmundur Rúnar Árnason, framkvæmdastjóri Verkalýðsfélagsins Hlífar, 881.276 krónur
 • Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, 863.431 krónur
 • Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, fráfarandi formaður Félags flugfreyja, 837.489 krónur
 • Vignir Smári Maríasson, formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga, 797.218 krónur
 • Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, 748.211 krónur
 • Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, 744.030 krónur
 • Benedikt Kristjánsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, 732.039 krónur
 • Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, 63.345 krónur