Erlent

Frændur okkar eru hamingju­samastir allra

Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð heims, samkvæmt nýrri hamingjuskýrslu.

Býr hamingjan í snjónum? Getty Images

Finnar tróna á toppi World Happiness Report 2018, sem út kom í dag. Í öðru sæti eru Norðmenn, þá Danir og loks Íslendingar. Athygli skýrsluhöfunda vekur að sterk fylgni er á milli mældrar hamingju þjóðanna og hamingju innflytjenda í þessum sömu löndum.

Fast á hæla Íslendinga fylgja Svisslendingar, Hollendingar, Kanadabúa, Nýsjálendingar, Svíar og Ástralar.

Norðmenn mældust hamingjusamastir í fyrra en þá voru Finnar í fimmta sæti. Efstu tíu þjóðirnar eru þó þær sömu og í fyrra.

Hér má lesa skýrsluna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

England

Verslaði fyrir 2,5 milljarða

Bandaríkin

Trump sker á aðstoð til þriggja ríkja vegna flóttamannalestarinnar

Bretland

Hótanir í garð Theresu May fordæmdar

Auglýsing

Nýjast

Snarpir skjálftar í Bárðar­bungu í nótt

Þurfa að fjarlægja 270 þúsund rúmmetra af lóð Landspítalans

Telja úrtöluraddir vera áróður forréttindahópa

Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur

Jón Steinar fékk ekki bætur

Mis­tök við flutn­ing á líki til Reykj­a­vík­ur hörm­uð

Auglýsing