Her­tog­inn af Str­at­hmor­e, Sim­on Bow­es-Lyon, frænd­i Elís­a­bet­ar Bret­a­drottn­ing­ar, hlaut á mánudaginn tíu mán­að­a fang­els­is­dóm fyr­ir að á­reit­a konu sem var gest­ur á ætt­ar­óð­al­i hans í Skot­land­i á síð­ast­a ári.

Her­tog­inn við­ur­kennd­i fyr­ir dómi að hafa veist að kon­unn­i, sem var 26 ára á þeim tíma, í febr­ú­ar á síð­ast­a ári. Brot­ið átti sér stað í Glam­is kast­al­a, sem var eitt sinn æsk­u­heim­il­i móð­ur Elís­a­bet­ar drottn­ing­ar.

Skammast sín

Fórn­ar­lamb her­tog­ans kveðst enn þá fá mar­trað­ir vegn­a á­rás­ar­inn­ar. Um­rædd árás stóð yfir í um tutt­ug­u mín­út­ur og á þeim tíma kom her­tog­inn ó­boð­inn inn í her­berg­i kon­unn­ar og reynd­i að af­klæð­a hana gegn vilj­a henn­ar.

Bow­es-Lyon sagð­i fyr­ir dómi að á­sak­an­ir kon­unn­ar væru sann­ar og að hann sæi eft­ir því sem átti sér stað þett­a kvöld. „Ég skamm­ast mín mik­ið fyr­ir gjörð­ir mín­ar sem ollu gest­i mín­um svo mikl­a kvöl á heim­il­i mínu.“

Þegar réttarhöldum lauk var hertoginn leiddur út úr dómssal í járnum og færður í fangelsi.

Árásin átti sér stað í Glamis kastala í Skotlandi.
Fréttablaðið/Getty