Ef marka má spá Veðurstofu Íslands verður bjart og fallegt vetrarveður á öllu landinu um helgina. Austlæg átt og lítilsháttar éljagangur á landsbyggðinni, en annars kyrrt og milt veður.

Á mánudaginn er hins vegar vaxandi austanátt og fyrirsjáanleg lægð yfir landinu og má búast við austanstromi með slyddu og rigningu á sunnanverðu landinu.

Það var ansi napur í höfuðborginni í gær, einkum vegna vindkælingar. Í dag er hins vegar þurrara loft og hægari vindur svo búast má við skaplegra eðri. Hiti rétt yfir frostmarki og fer vaxandi með degi, en búast má við frosti í nótt. Um helgina er spáð 0 til fjögurra gráðu hita. „Á morgun er útlit fyrir fínasta vetrardag víðast hvar á landinu. Bjart í veðri, smá él á Austurlandi en annars frábært vetrarveður,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands.

Ef Akureyringar vilja nýta blíðviðri helgarinnar til að skella sér á skíði er opið í Hlíðarfjalli frá klukkan tíu til fjögur á laugardag og sunnudag. Heiðiskírt veður og góð færð, segir í tilkynningu.