Fox news hefur legið undir mikilli gagnrýni vegna myndar sem fréttastöðin birti af dómaranum Bruce Reinhart sem skrifaði undir leitarheimild á heimil Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta.

Þetta kemur fram á frétta The Indpependent en myndin sýnir Reinhart í flugvél með Ghislaine Maxwell þar sem hún veitir honum fótanudd á meðan hann gæðir sér á veitingum. Sýnt hefur þó verið fram á að myndin er fölsuð en upprunalega sýndi hún Jeffrey Epstein.

Talið er að með þessu sé FOX news að reyna að grafa undan trúverðugleika dómarans en hann skrifaði undir leitarheimildina sem samþykkti húsleit á Mar-a-Lago, heimili Donald Trump vegna gruns um gögn varðandi kjarnavopn.

Myndin birtist í þættinum Tucker Carlson Tonight en það var kynnirinn Brian Kilmeade sem birti myndina og veltu hann og Sean Hannity fyrir sér hvort myndin væri fölsuð eða ekki. Þeir staðfestu þó hvorugt sem hefur leitt til mikillar gagnrýni frá öðrum fjölmiðlasamtökum.

Kilmeade hefur núþegar gefið út að myndin sé fölsuð en skaðinn virðist hafa skeð núþegar þar sem Reinhart hefur fengið fjöldamargar lífláts hótanir síðan myndin birtist.