Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður telur að ekki hafi verið brotið á réttindum Rúnars Björns Herrea Þorkelssonar, formanni NPA miðstöðvarinnar, í Alþingiskosningunum.

Rúnar Björn, sem notar hjólastól, kærði kosningarnar meðal annars vegna óþæginda sem hann upplifði í tengslum við fyrirkomulag kosninganna. Hann hafi ekki upplifað sig vera taka þátt í leynilegum kosningum vegna aðstöðu kjörklefans sem var ætlaður fötluðu fólki.

Í kæru sinni segir hann að kjörklefi sem ætlaður var fötluðu fólki hafi ekki verið með tjaldi til þess að draga fyrir á meðan kosið var. Ókunnugt fólki hafi því vel getað séð hvað kærandi kaus.

Óskað var eftir athugasemdum yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður vegna kæru Rúnars Björns. Í svari yfirkjörstjórnar segir meðal annars að þeirra mat sé að allir kjósendur hafi getað gætt leyndar um atkvæðagreiðslu sína.

Með fyrirkomulagi kjörklefa hafi fötluðum einstaklingum á Íslandi ekki verið kerfisbundið mismunað sem þjóðfélagshópi, eins og það er orðið í kæru Rúnars. Þá gefi fyrirkomulagið ekki tilefni til að ógilda í heild sinni niðurstöður Alþingiskosninganna.

Yfirkjörstjórn tekur fram í athugasemdum sínum að nokkrar ábendingar hafi borist á kjördag frá kjósendum með fötlum um að uppsetning á kjörklefum ætluðum kjósendum í hjólastól hefði valdið óþægindum og óöryggi.

„Yfirkjörstjórn tekur þessar ábendingar alvarlega og þegar er hafin vinna við að endurhanna fyrirkomulagið til að koma til móts við þessar ábendingar.“