„Það sem mér finnst ó­trú­lega á­huga­vert er að það er eigin­lega enginn bólu­settur í Ástralíu, ég held að það sé enn þá bara búið að bólu­setja 10 prósent af þjóðinni. Það er svona það helsta sem Ástralar eru að gagn­rýna yfir­völd fyrir, að hafa ekki pantað meira bólu­efni. Síðan þegar Delta af­brigðið kemur upp þá náttúr­lega verða allir rosa hræddir því við erum ekkert bólu­sett fyrir CO­VID, eða alla­vega ekki eins og á Ís­landi,“ segir Hrefna.

Mjög strangar sam­komu­tak­markanir eru nú í gildi í New South Wa­les fylki, sem S­yd­n­ey til­heyrir, þrátt fyrir að CO­VID til­felli þar séu hlut­falls­lega mun færri heldur en hér á landi.

„Um leið og það voru að koma upp undir hundrað til­vik hér í New South Wa­les þá var sett á sam­komu­bann. Á Ís­landi eru núna yfir hundrað CO­VID smit á dag og það er samt enn verið að ræða hvort það eigi að setja ein­hverjar tak­markanir á. Við pabbi reiknuðum, að ef hlut­fallið væri það sama hér í New South Wa­les þá væri það í kringum 2800 til­vik á dag. Hæsta hlut­fallið var í dag og það voru 240 smit sem er samt ó­trú­lega lítið fyrir svona stórt svæði,“ en rúm­lega 8 milljón manns búa í fylkinu, þar af tæp­lega 5,4 milljónir í S­yd­n­ey.

Hrefna býr ásamt kærasta sínum Harkiran Singh Narulla í Bondi hverfinu í Sydney.
Fréttablaðið/Hrefna Björg Gylfadóttir

Ein strangasta landa­mæra­stefna Vestur­landa

Ástralir eru með eina ströngustu landa­mæra­stefnu Vest­rænna ríkja en landa­mærin hafa verið lokuð frá upp­hafi far­aldursins fyrir öllum nema áströlskum ríkis­borgurum, þeim sem eru með dvalar­leyfi og nánustu fjöl­skyldu þeirra. Scott Morri­son for­sætis­ráð­herra til­kynnti í vor að landa­mæri Ástralíu myndu ekki opna fyrr en í fyrsta lagi um mitt ár 2022. Hrefna segir það ekki hafa verið auð­fengið að komast inn í landið og þurfti hún að sækja um sér­staka undan­þágu.

„Ég þurfti að fara í gegnum alveg mjög langt ferli að fá undan­þágu til að komast inn í landið og það er fólk fast fyrir utan, ástralskir ríkis­borgarar sem komast ekki inn í landið. Þetta er líka mjög mikið mann­réttinda­mál hér í Ástralíu, það að fólk megi ekki komast inn í landið og landa­mærin séu lokuð.“

Það er þó greini­lega ekki sama með Jón og séra Jón því um daginn rakst hrefna á banda­rísku Hollywood-stjörnuna Natali­e Port­man úti á götu.

„Það er alla­vega búið að vera mjög mikið í um­ræðunni að Ástralía kemst upp með eitt­hvað eins og að loka landa­mærunum svona og það er alveg fullt af ein­hverjum hryllings­sögum af fólki sem hefur ekki komist heim að sjá for­eldra sína áður en þau dóu, sem bara mjög sorg­legt. En svo var ég bara úti um daginn og sá bara Natali­e Port­man og það rosa stór spurning, hvernig er frægt fólk að komast inn í landið á meðan landa­mærin eru lokuð fyrir öðrum?“

Hrefna er svo heppin að vera með tennisvöll rétt hjá húsinu sínu.
Fréttablaðið/Hrefna Björg Gylfadóttir

Þrjú þúsund manns mættu á mót­mæli

Ekki eru allir á eitt sáttir um sótt­varna­reglur áströlsku ríkis­stjórnarinnar en um síðustu helgi brutust út fjöl­menn mót­mæli gegn sam­komu­tak­mörkunum í ýmsum borgum, þar á meðal S­yd­n­ey. Hrefna segir mót­mælin hafa vakið mikla at­hygli um alla Ástralíu og það sem henni þótti einna mark­verðast var að enginn sá þau fyrir.

„Það virtist enginn hafa frétt af þessu fyrir fram, sem er örugg­lega bara af því ég er ekki inni í búbblunni, Guði sé lof, sem eru svona QA­non, öfga­hægri týpur,“ segir Hrefna.

Í S­yd­n­ey mættu rúm­lega 3000 manns á mót­mælin og lög­regla hand­tók rúm­lega 60 og sektaði 107 til við­bótar. Mót­mælin voru skipu­lögð af ýmsum öfga­hægri­sinnuðum hópum og The Guar­dian greindi frá því í vikunni að þau hafi að hluta til verið skipu­lögð af þýskum sam­særis­hópi.

„Fólk er náttúr­lega bara ó­trú­lega reitt yfir því að fólk sé að mót­mælta þessum að­gerðum. Það er bæði ó­geðs­lega hættu­legt og ó­geðs­lega ó­hugnan­legt að fólk sé svona ign­or­ant og vilji mót­mæla því að ganga með grímu. En þetta er akkúrat hópurinn sem maður sér ekki á mót­mælunum til stuðnings flótta­fólki eða lituðu fólki. Þannig fólk var mjög sjokkerað yfir þessu,“ segir Hrefna og bætir við að vin­kona hennar hafi hringt í hana dauð­hrædd því hún lenti í mót­mælunum fyrir til­viljun á leið í göngu­túr með mömmu sinni.

Hrefna segir að hún og Harkiran hafi þurft að leita ýmissa ráða til að drepa tímann í samkomubanninu.
Fréttablaðið/Hrefna Björg Gylfadóttir

Getur ekki kvartað

Hrefna segir sam­komu­bannið ekki hafa haft mikil á­hrif á sitt dag­lega líf þótt til­veran fyrir og eftir CO­VID sé vissu­lega gjör­ó­lík.

„Ég get ekki kvartað. Ég á ekki börn sem er alveg heppi­legt í þessum að­stæðum, það er ó­geðs­lega erfitt að vera heima­vinnandi með börn, get ég í­myndað mér. En ég finn alveg svona varan­legar af­leiðingar af sam­komu­banninu síðan 2020. Per­sónu­lega finn ég alveg mun á mér fé­lags­lega, ég er orðinn meiri introvert en extrovert og þoli alveg tölu­vert meira að eyða tíma með sjálfri mér.“

Hrefna býr með kærastanum sínum og segir hún þau skötu­hjúin stöðugt reyna að finna nýjar hug­myndir að hlutum til að drepa tímann eins og að hafa Harry Potter mara­þon, prófa nýjar upp­skriftir og gróður­setja plöntur í garðinum.

„Æ, maður reynir bara að gera eitt­hvað næs úr þessu. En mér finnst ó­trú­lega erfitt að vera ekki á Ís­landi og fæ heim­þrá og í þessu á­standi þegar það er vetur og maður er í lock­down þá er það enn þá erfiðara. Ég held að eftir níu vikur þá verði ég örugg­lega frekar búin á því. En núna þá er ég enn þá að reyna að halda í ein­hverja bjart­sýni,“ segir Hrefna að lokum.