Koma á nýrri sund­laug fyrir í miðjum Foss­vogs­dal. Fram kemur í til­kynningu frá Reykja­víkur­borg að setja eigi upp sam­keppni um verk­efnið og að í lýsingu á verk­efninu sé að finna stað­setningu, upp­lýsingar um fyrir­hugaða notkun og kröfur um efnis­val, gæði, út­lit og annað er máli skiptir fyrir hönnunar­sam­keppni um út­lit laugarinnar.

Í til­kynningunni kemur fram að laugin mun nýta ein­staka stað­setningu á fjöl­sóttu úti­vistar­svæði í fal­legu um­hverfi og að til þess að styðja við græn mark­mið verður ekki gert ráð fyrir al­mennum bíla­stæðum við laugina heldur ein­göngu stæðum fyrir hreyfi­hamlaða, að­föng og neyðar­bíla.

Sund­laugin á þannig ekki að auka bíla­um­ferð um í­búða­hverfin sitt hvoru megin við dalinn.

Í til­kynningu kemur fram að nýja laugin eigi að henta fyrir al­mennings­sund, sund­kennslu, sun­d­æfingar, nám­skeið, sund­leik­fimi, og fleira.

Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri, og Ár­mann Kr. Ólafs­son bæjar­stjóri Kópa­vogs undir­rituðu í mars árið 2021 vilja­yfir­lýsingu þess efnis að halda skyldi sam­eigin­lega hönnunar­sam­keppni um Foss­vogs­laug í sam­vinnu við Arki­tekta­fé­lag Ís­land en sam­kvæmt til­kynningu eru bæjar­fé­lögin sam­mála um að ný laug verði við mið­bik Foss­vogs­dals, í göngu­færi frá grunn­skólum dalsins, Snæ­lands­skóla og Foss­vogs­skóla.

Sveitar­fé­lögin munu nú hefjast handa við næstu skref við undir­búning sam­keppni um hönnun laugarinnar í sam­vinnu við Arki­tekta­fé­lag Ís­lands.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við undirritun viljayfirlýsingarinnar í mars 2021.
Mynd/Reykjavíkurborg