Ný forysta Viðreisnar var kjörin í dag á þriðja landsþingi Viðreisnar en að þessu sinni var landsþingið alrafrænt með beinni útsendingu frá Hörpu. Kosið var um formann, varaformann, stjórn og formennsku í nefndum flokksins en alls bárust 20 framboð í embætti flokksins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin sem formaður Viðreisnar en hún bað sig ein fram til formanns og hlaut tæplega 94 prósent atkvæða, alls 341 atkvæði.

Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, var kjörinn varaformaður og tekur því við af Þorsteini Víglundssyni, sem sagði af sér þingmennsku síðastliðinn apríl.

Alls buðu tíu sig fram í stjórn Viðreisnar, þau Andrés Pétursson, Axel Sigurðsson, Benedikt Jóhannesson, Elín Anna Gísladóttir, Jasmina Vajzovic Crnac, Karl Pétur Jónsson, Konrad H. Olavsson, Sigrún Jónsdóttir, Sonja Sigríður Jónsdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Tveir buðu sig fram til varaformanns flokksins, þeir Daði Már Kristófersson og Ágúst Smári Bjarkarson. Tvö buðu sig fram til formennsku í atvinnumálanefnd flokksins, þau Jarþrúður Ásmundsdóttir og Thomas Möller.

Í aðrar nefndir flokksins, efnahagsnefnd, heilbrigðis- og velferðarnefnd, innanríkisnefnd, jafnréttisnefnd, mennta- og menningarnefnd, umhverfis- og auðlindanefnd, og utanríkisnefnd, var aðeins einn aðili sem bauð sig fram til formennsku í hverri nefnd og náðu þau öll kjöri.

Axel Sigurðsson, Benedikt Jóhannesson, Elín Anna Gísladóttir, Jasmina Vajzovic Crnac og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir voru kjörin í stjórn Viðreisnar.

Hér má sjá niðurstöðu kosninganna:

Formaður: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Varaformaður: Daði Már Kristófersson

Stjórn: Axel Sigurðsson, Benedikt Jóhannesson, Elín Anna Gísladóttir, Jasmina Vajzovic Crnac og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Varastjórn: Karl Pétur Jónsson og Sonja Sigríður Jónsdóttir

Formaður atvinnumálanefndar:

Formaður efnahagsnefndar: Gunnar Karl Guðmundsson

Formaður heilbrigðis- og velferðarnefndar: Ólafur Guðbjörn Skúlason

Formaður innanríkisnefndar: Geir Finnsson

Formaður jafnréttisnefndar: Oddný Arnarsdóttir

Formaður mennta- og menningarnefndar: Hildur Betty Kristjánsdóttir

Formaður umhverfis- og auðlindanefndar: Jón Þorvaldsson

Formaður utanríkisnefndar: Benedikt Kristjánsson