Tveir fyrr­verandi starfs­menn Eflingar, þær Elín Hanna Kjartans­dóttir og Kristjana Val­geirs­dóttir harma mál­flutning Viðars Þor­steins­sonar, fram­kvæmda­stjóra stéttar­fé­lagsins, en báðar sendu þær frá sér til­kynningu vegna málsins nú fyrir skemmstu.

Stéttar­fé­lagið sendi í gær frá sér til­kynningu vegna frétta af því að tveir fyrr­verandi starfs­menn hafi leitað til hæsta­réttar­lög­manns vegna brott­vísana. Sagði Viðar að verið væri að reyna að þvinga Eflingu til að gera ó­eðli­lega starfs­loka­samninga með málinu.

Lýsir yfir furðu á um­mælunum

Þær Elín og Kristjana senda frá sér sitt­hvora til­kynninguna vegna um­mæla Viðars. Segist Elín harma mál­flutninginn og á­sakanirnar sem hafi birst í yfir­lýsingunni frá Eflingu.

„Ég lýsi furðu minni á þeim um­mælum fram­kvæmda­stjóra sem fram hafa komið um að verið sé að reyna að þvinga Eflingu til að gera ó­eðli­legan samning sem sé langt um­fram réttindi.

Mig furðar einnig um­mæli um tölvu­pósta sem sendir hafi verið svo mánuðum skipti á for­svars­menn verkal¡iðs­hreyfingarinnar. Sann­leikurinn er sá að ég sendi mið­stjóm og lykil­starfs­mönnnum ASÍ, sdóm Starfs­greina­sam­bandsins og stjórn Eflingar at­burða­lfsingu og ferilinn í máli mínu sem starfsmaður Eflingar til að uppllisa þá um málið. Það heitir uppl¡isinga­skylda.“

Segist hún ekki að­eins vera starfs­maður Eflingar heldur fé­lags­maður líka. Hlut­verk stéttar­fé­laga sé að verja kjör, réttindi og hags­muni fé­lags­manna sinna í sam­skiptum við at­vinnu­rek­endur og stjórn­endur.

„En því miður virðist það ekki vera raunin trjá fram­kvæmda­stjóra í einu af stærstu stéttar­felögum landsins.

Ég á ekki nógu sterk orð yfir það virðingar­leysi sem for­maður og fram­kvæmda­stjóri Eflingar hefur sfnt okkur starfs­mönnum og fé­lags­mönnum með þessum mál­flutningi.“

Segja Sól­veigu og Viðar aldrei hafa ljáð máls á samningum

Í til­kynningu Kristjönu kemur fram að Viðar hafi í­trekað sakað hana opin­ber­lega um að gera himin­háar kröfur um tug­milljóna bætur vegna þess að hann og for­maður Eflingar „hafa neytt mig í veikinda­leyfi og reynt að bola mér úr starfi.“

„Þá sakar hann fyrri for­ystu­menn Eflingar um spillingu. Þetta eru allt ó­sannindi. Hann gleymir því vís­vitandi að það voru at­huga­semdir mínar og bókara Eflingar vegna ó­sam­þykktra f1ârutlâta, til vildar­vina hans og formanns fé­lagsins, sem leiddu til þess að mér og bókara var gert ó­kleyft að starfa og við h¡ökkluðumst í veikinda­leyfi.

Það er aumkunar­vert að næst stærsta verka­ljrðs­fé­lag landsins skuli vera með for­ystu sem ræðst að starfs­mönnum sínum, bolar þeim úr starfi og gerir þeim síðan upp kröfu­gerð sem aldrei hefur komið fram.“

Segir hún að stað­reyndin sé sú að þau Sól­veig og Viðar hafi aldrei ljáð máls á neinum samningum við starfs­menn. Þau tali ein­göngu við starfs­menn í gegnum lög­fræðinga sína „og hafa aldrei, á undan­förnum mánuðum, fallist á samninga­við­ræður. Tug­milljóna­kröfur er því ekkert annað en á­róður.“

„Það er dapur­legt að stéttar­fé­lagið Efling bjóði þaö eitt fram og það í fiöl­miðlum, að reka okkur, starfs­menn, í dyr og tíma­frek mála­ferli. For­ysta Eflingar hagar sér þannig eins og verstu slairka¡ í at­vinnu­rek­enda­stétt.

Þau Sól­veig Anna Jóns­dóttir og Viðar Þor­steins­son fara meó ó­sannindi um mál okkar en forðast eins og heitan eldinn að ræða kjarna málsins, það er virðingu ffrir starfs­mönnum og samningum við þá um á­greinings­mál sem þau hafa sjálf valdið. “

Segir Kristjana að lokum að starfs­menn, burtreknir og fólk í veikinda­leyfi, séu fórnar­lömb þeirrar at­burðar­rásar sem for­maður og fram­kvæmda­stjóri Eflingar hafi sett af stað þegar þau komust til valda í fé­laginu.